4. mars 2013
Helgin var nýtt til afslöppunar með það að markmiði að ná úr sér pestinni. Gekk ekki alveg nógu vel því miður !
En þrátt fyrir afslöppun brugðum við okkur í matarboð til Elitu og Grantas á laugardagskvöldið. Drekk hlaðið borð af gómsætum réttum sem sjást á myndinni sem hér fylgir. Reyndar er hér aðeins brot af réttunum. Matarmenningin í Litháen er greinilega bæði fjölbreytt og frumleg og ekki skemmir fyrir hvað þetta er allt bragðgott :-)
Ég var allavega södd langt fram eftir sunnudeginum eftir afar skemmtilega kvöldstund.
Á sunnudeginum var aðalfundur Hamars þar sem meðal annars var skrifað undir þjónustusamning milli Hveragerðisbæjar og félagsins sem tryggir félaginu 20,4 mkr næstu þrjú árin. Auk þess eru í samningnum ýmis ákvæði um samstarf aðila sem eru í góðu samræmi við það sem áður hefur verið. En þessi undirskrift var nú ekki aðalatriði fundarins heldur fóru þar fram hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem viðurkenningar einstakra deilda voru veittar til þeirra sem skarað hafa fram úr á árinu. Glæsilegur hópur íþróttamanna tók þar við viðurkenningum sínum. Marín Laufey Davíðsdóttir, körfuknattleikskona, var valin íþróttamaður Hamars og var hún vel að þeim titli komin.
Sú skemmtilega nýjung var þarna tekin upp að sjálfboðaliði ársins var sérstaklega heiðraður og var það í ár Arnar Geir Helgason sem þann heiður hlaut. Hann hefur verið ötull starfsmaður á ritaraborði á leikjum körfuknattleiksdeildar í mörg ár og taldist formanni deildarinnar til að hann hefði unnið á um 500 leikjum. Ef við gefum okkur að í hvert sinn taki sú vinna um 3 tíma þá hefur hann starfað á ritaraborðinu í sem nemur 187 8 tíma vinnudögum. Það er nú dágóður slatti :-) En til hamingju Arnar Geir þú ert svo sannarlega ómissandi á leikjum hér í Hveragerði.
Hér má sjá frétt um viðburðinn :-)
En þrátt fyrir afslöppun brugðum við okkur í matarboð til Elitu og Grantas á laugardagskvöldið. Drekk hlaðið borð af gómsætum réttum sem sjást á myndinni sem hér fylgir. Reyndar er hér aðeins brot af réttunum. Matarmenningin í Litháen er greinilega bæði fjölbreytt og frumleg og ekki skemmir fyrir hvað þetta er allt bragðgott :-)
Ég var allavega södd langt fram eftir sunnudeginum eftir afar skemmtilega kvöldstund.
Á sunnudeginum var aðalfundur Hamars þar sem meðal annars var skrifað undir þjónustusamning milli Hveragerðisbæjar og félagsins sem tryggir félaginu 20,4 mkr næstu þrjú árin. Auk þess eru í samningnum ýmis ákvæði um samstarf aðila sem eru í góðu samræmi við það sem áður hefur verið. En þessi undirskrift var nú ekki aðalatriði fundarins heldur fóru þar fram hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem viðurkenningar einstakra deilda voru veittar til þeirra sem skarað hafa fram úr á árinu. Glæsilegur hópur íþróttamanna tók þar við viðurkenningum sínum. Marín Laufey Davíðsdóttir, körfuknattleikskona, var valin íþróttamaður Hamars og var hún vel að þeim titli komin.
Sú skemmtilega nýjung var þarna tekin upp að sjálfboðaliði ársins var sérstaklega heiðraður og var það í ár Arnar Geir Helgason sem þann heiður hlaut. Hann hefur verið ötull starfsmaður á ritaraborði á leikjum körfuknattleiksdeildar í mörg ár og taldist formanni deildarinnar til að hann hefði unnið á um 500 leikjum. Ef við gefum okkur að í hvert sinn taki sú vinna um 3 tíma þá hefur hann starfað á ritaraborðinu í sem nemur 187 8 tíma vinnudögum. Það er nú dágóður slatti :-) En til hamingju Arnar Geir þú ert svo sannarlega ómissandi á leikjum hér í Hveragerði.
Hér má sjá frétt um viðburðinn :-)
Comments:
Skrifa ummæli