<$BlogRSDUrl$>

5. febrúar 2013

Ég gæti byrjað allar færslur á "long time - no see" en ætla ekki að falla í þá gryfju :-) En aftur á móti þýðir ekki að gefast upp og hætta að blogga eftir öll þessi ár !

Janúar hefur verið afar erilsamur. En hann hefur einnig verið skemmtilegur. Til dæmis tók ég mér nokkurra daga frí og naut þess að vera með Laufeyju Sif í góðri afslöppun. Þar styttist nú í að barn komi í heiminn og getum við varla beðið eftir því.

Í síðustu viku sótti ég stefnumótunarfund evrópskra sveitarfélaga sem haldinn var í París. Í þeirri nefnd hef ég átt sæti um nokkra hríð ásamt Óttari Proppé og Jórunni Einarsdóttur frá Vestmannaeyjum. Við erum að verða ansi sjóaðir ferðafélagar :-) Hér má sjá frétt af fundinum. Á myndinni sem fylgir fréttinni er sendinefndin héðan ásamt Wolfgang Schuster, borgarstjóra Stuttgart en hann er formaður nefndarinnar.

Á myndunum hér fyrir neðan má sjá Eistnesku sendinefndina sem okkur hefur orðið afar vel til vina. Sú rauðhærða þar er nýkjörinn borgarstjóri í heimaborg sinni þar í landi. Á annarri mynd sitjum við til borðs með sendinefnd okkar helstu vinaþjóðar Norðmönnum. Einnig má þarna sjá hversu litríkir og flottir fulltrúar Afríku voru en því miður náði ég ekki hvaðan þessar konur voru. Á milli okkar Jórunnar er síðan Anna Hidalgo sem er skær stjarna ífrönskum stjórnmálum en hún er varaborgarstjóri Parísar og margir sem telja að hún taki við aðal embættinu innan skamms. Hún er einn aðalhvatamaðurinn að alþjóðlegu kvennaráðstefnunni en hér má lesa meira um ráðstefnuna.


Að loknum stefnumótunarfundinum hófst á sama stað alþjóðleg ráðstefna kvenna í sveitarstjórnum sem var afar athyglisverð. Þar voru mættar ótrúlega flottar konur frá öllum heimsálfum sem deildu reynslu sinni og gáfu góð ráð. Það var sérstaklega gaman að kynnast konunum frá Afríku og mið austurlöndum og heyra af reynslu þeirra. Það kom mér mjög á óvart hversu framarlega í jafnréttismálum mörg ríki Afríku eru en þar hafa víða verið sett lög um kynjakvóta. Sem dæmi um góðan árangur þá eru konur ríflega helmingur sveitarstjórnarmanna í Senegal og í Rwanda eru konur 56% sveitarstjórnarmanna. Þetta grunaði mig ekki einu sinni.

Þétt pakkaðir dagar þessarar viku hafa haldið manni ansi uppteknum. Í dag hófst dagurinn á fundi í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands á Selfossi. Fór síðan beint til Reykjavíkur þar sem kjaramálanefnd Sambandsins fjallaði um stöðu mála í kjaraviðræðum. Þar bar hæst umræðu um stöðuna í kjaraviðræðum kennara en mikilvægt er að aðilar nái að lenda þar málum farsællega. Sveitarfélögin hafa lagt áherslu á breytingar á vinnutímaskilgreiningum en kennarar hafa lagt áherslu á starfsskilyrði kennara, fjölda nemenda í bekkjum og starfsskilyrði umsjónarkennara svo fátt eitt sé nefnt. Það er klárlega nokkuð til í því að munurinn á starfsskilyrðum kennara innan skólanna getur verið umtalsverður og það er mikil synd að sveigjanleiki í skólastarfinu skuli ekki vera mögulegur vegna niðurnjörvarðra ákvæða í kjarasamningi.

Átti stuttan fund um málefni er lúta að yfirfærslu málefna fatlaðra strax eftir kjaramálanefndarfundinn. Yfirfærsla þess málaflokks til sveitarfélaganna gekk vonum framar og fá mál sem enn standa útaf. Vonandi finnum við farsæla lausn á því sem rætt var í dag.

Hér fyrir austan beið undirbúningur að skipulags- og bygginganefndar fundi sem haldinn var síðdegis í dag en þar voru ýmis stór mál til afgreiðslu og umræðu. Vegagerðin óskaði framkvæmdaleyfis vegna breikkunar Suðurlandsvegar hér í Kömbunum, hafist var handa við undirbúning að deiliskipulagi inní Dal, niðurrif gróðurhúsanna á Grímsstöðum svo fátt eitt sé talið.

Í kvöld var fundur í Sjálfstæðisfélaginu þar sem kosnir voru fulltrúar á landsfund sem haldinn verður í lok mánaðarins. Næsta laugardag er aftur á móti aðalfundur kjördæmisráðs haldinn hér á Hótel Örk þar sem m.a. á að samþykkja framboðslistann. Það er klárlega nóg um að vera á næstunni :-)

Náði á milli funda að fara á sundæfingu og synda 1500 m. Nokkuð ánægð með mig :-)Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet