6. desember 2012
Ljúfur dagur í vinnunni, setti m.a. fréttir á heimasíðuna en það er ánægjulegt að sjá hversu duglegir ýmsir starfsmenn eru orðnir að senda okkur fréttir á síðuna. Það er lang skemmtilegast. Í dag og í gær hef ég farið yfir mannahald og skipulag á leikskólum bæjarins og ræddi í því sambandi við Gunnvöru leikskólastjóra Óskalands í dag en áður hafði ég rætt við Sesselju á Undralandi um sömu mál.
Sat símafund eftir hádegi í kjaramálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar málefni grunnskólakennara til umfjöllunar en viðræðum sveitarfélaga við þá hefur nú verið vísað til sáttasemjara. Hér má lesa frétt um stöðu viðræðnanna.
Fengum senda sundæfingu dagsins frá Magga Tryggva og hann vildi að við syntum 1800 m. Mér finnst hann alveg hafa gleymt því að við erum hópur kvenna á miðjum aldri :-) Mér tókst samt í fádæma góðum félagsskap að synda 1300 m. í langbestu sundlaug landsins, Laugaskarði.
Sat símafund eftir hádegi í kjaramálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar málefni grunnskólakennara til umfjöllunar en viðræðum sveitarfélaga við þá hefur nú verið vísað til sáttasemjara. Hér má lesa frétt um stöðu viðræðnanna.
Fengum senda sundæfingu dagsins frá Magga Tryggva og hann vildi að við syntum 1800 m. Mér finnst hann alveg hafa gleymt því að við erum hópur kvenna á miðjum aldri :-) Mér tókst samt í fádæma góðum félagsskap að synda 1300 m. í langbestu sundlaug landsins, Laugaskarði.
Comments:
Skrifa ummæli