12. júlí 2012
6. og 7. flokkur í knattspyrnu fékk að heimsækja nýja íþróttahúsið í gönguferð um Dalinn í dag. Það var gaman að sjá þegar þau sprettu úr spori út allan völlinn og skemmtu sér vel við þessar góðu aðstæður. Nú var hiti settur á húsið í dag og var ívið of heitt þarna inni eins og viðraði í dag. Greinilegt að ekki þarf að kynda húsið í veðráttun eins og nú er.
Síðdegis komu nokkrir úr íþróttahreyfingunni og sveitarstjórnarmenn til að skoða Hamarshöllina og á meðan við stöldruðum við þá komu þónokkrir aðrir sem einnig vildu fá að skoða húsið. Það kemur mér óvart, en þó ekki, hversu mikil umferð er að húsinu en nýjabrumið hlýtur fljótlega að fara af þessu eins og öðru.
Síðdegis litum við Helga við á strandblaksvöllunum nýju en nú er verið að leggja lokahönd á umhverfi svæðisins. Búið er að tyrfa að mestu en greinilega þarf að koma þarna fyrir bílastæðum eins og reyndar stóð til í upphafi. Munum skoða það betur á næstu dögum.
En þessar fínu myndir af strákunum í bæjarvinnunni voru teknar áðan. Ragga fannst víst ekki þægilegt að detta í sandinn því hann rataði í kjölfarið á slóðir þar sem sandur er ekki best geymdur :-)
Síðdegis komu nokkrir úr íþróttahreyfingunni og sveitarstjórnarmenn til að skoða Hamarshöllina og á meðan við stöldruðum við þá komu þónokkrir aðrir sem einnig vildu fá að skoða húsið. Það kemur mér óvart, en þó ekki, hversu mikil umferð er að húsinu en nýjabrumið hlýtur fljótlega að fara af þessu eins og öðru.
Síðdegis litum við Helga við á strandblaksvöllunum nýju en nú er verið að leggja lokahönd á umhverfi svæðisins. Búið er að tyrfa að mestu en greinilega þarf að koma þarna fyrir bílastæðum eins og reyndar stóð til í upphafi. Munum skoða það betur á næstu dögum.
En þessar fínu myndir af strákunum í bæjarvinnunni voru teknar áðan. Ragga fannst víst ekki þægilegt að detta í sandinn því hann rataði í kjölfarið á slóðir þar sem sandur er ekki best geymdur :-)
Comments:
Skrifa ummæli