18. júní 2012
Nýja heimasíða bæjarins er að gera mig gráhærða! Nú var ég í óratíma að setja inn myndir frá 17. júní hátíðahöldunum sem venjulega tekur augnablik. Skil ekki enn hvað var að!
Í allan dag streymdu rútur á planið fyrir utan gluggann hjá mér og greinilega fóru margir ferðamenn og keyptu sér ís eða brauðmeti hjá Almari. Yfir þúsund manns komu á Upplýsingamiðstöðina í dag og var þetta einn stærsti dagur þar eins og víða annars staðar. Þessi ferðamanna hópur er þó hvorki að versla né borða fyrir einhver ósköp enda sjálfsagt kvöldverður um borð í skipunum í kvöld.
Heilmikill undirbúningur er í gangi vegna Blóma í bæ og margt sem þarf að klára. Fór ekki heim fyrr en rúmlega 7 í kvöld. Lalla tókst að bjarga nautaframhryggnum frá því að enda í gúllasi eins og ég hafði hugsað mér, það var reyndar ágætt hjá honum :-) Seint í kvöld var síðan farið út í garð og eitt stykki mini-garður varð til. Á reyndar eftir að útfæra betur grísa-pollinn, álpappírinn er ekki alveg að gera sig! En ég er nú samt nokkuð ánægð með mig! Þessi er til útibrúks en Elínborgu áskotnuðust alveg hrikalega flottir mini þykkblöðungar sem hún ætlar að nota í sinn mini garð. Sá hlýtur að þurfa að vera inni! Er að hugsa um að gera annan svona mér til skemmtunar, af því ég hef nú ekkert við að vera :-)
Í allan dag streymdu rútur á planið fyrir utan gluggann hjá mér og greinilega fóru margir ferðamenn og keyptu sér ís eða brauðmeti hjá Almari. Yfir þúsund manns komu á Upplýsingamiðstöðina í dag og var þetta einn stærsti dagur þar eins og víða annars staðar. Þessi ferðamanna hópur er þó hvorki að versla né borða fyrir einhver ósköp enda sjálfsagt kvöldverður um borð í skipunum í kvöld.
Heilmikill undirbúningur er í gangi vegna Blóma í bæ og margt sem þarf að klára. Fór ekki heim fyrr en rúmlega 7 í kvöld. Lalla tókst að bjarga nautaframhryggnum frá því að enda í gúllasi eins og ég hafði hugsað mér, það var reyndar ágætt hjá honum :-) Seint í kvöld var síðan farið út í garð og eitt stykki mini-garður varð til. Á reyndar eftir að útfæra betur grísa-pollinn, álpappírinn er ekki alveg að gera sig! En ég er nú samt nokkuð ánægð með mig! Þessi er til útibrúks en Elínborgu áskotnuðust alveg hrikalega flottir mini þykkblöðungar sem hún ætlar að nota í sinn mini garð. Sá hlýtur að þurfa að vera inni! Er að hugsa um að gera annan svona mér til skemmtunar, af því ég hef nú ekkert við að vera :-)
Comments:
Skrifa ummæli