23. apríl 2012
Heyrði í Laufeyju áðan en þau eru núna stödd í Hondúras. Á morgun liggur leiðin á Inca slóðir í Guatemala, Tikal, og áfram er síðan haldið í átt að Belize. Nú styttist í heimferð þann 9. maí. Verður gott að fá þau heim.Hér lagðist kvefpest eins og mara enn eina ferðina á mig og yngsta soninn. Þetta er nú að verða ansi hvimleitt. Ég fór nú samt í þriggja daga kynnisferð til Brussel að skoða Evrópusambandið. Held að það hafi grásloppið þrátt fyrir að það sé örugglega hægt að hafa skemmtilegri ferðafélaga en eina svona kvefaða og hóstandi kvensnift!
Ferðin var áhugaverð og gagnleg þó ekki hafi hún breytt þeirri skoðun sem ég hafði áður á Evrópusambandinu.
Bókin Hungurleikarnir fylgdi með út og kom skemmtilega á óvart. Virkilega góð, nú get ég varla beðið eftir framhaldinu ;-)
Í gær sunnudag fór ég að sjá Línu langsokk hér hjá Leikfélaginu, þeir sem það eiga eftir ættu að drífa sig hið snarasta en síðustu sýningar eru um næstu helgi. Hvet alla sérstaklega til að mæta á sýninguna á föstudaginn þar sem það er sérstök styrktarsýning fyrir litla stúlku hér í bæ sem var að greinast með krabbamein. Hvet alla til að leggja henni og fjölskyldu hennar lið í þeirri miklu baráttu sem framundan er.
Annars er mikið um að vera og ekki hægt að gera því öllu skil í stuttri færslu. Skyndileg heimsókn kínverska forsætisráðherrans hingað til Hveragerðis á laugardaginn tókst mjög vel þó fyrirvari til undirbúnings væri einungist rétt tæpur hálftími. Vel að verki staðið þar. Umhverfisverðlaun bæjarins hlaut Grunnskólinn á sumardaginn fyrsta fyrir metnaðarfullt starf að umhverfismálum. Íþróttafélagið Hamar hélt síðan uppá 20 ára afmæli sitt þann sama dag með glæsilegum hætti. Og bæjarstjórinn fjarri góðu gamni í öllum tilfellum verandi erlendis.
Missti reyndar ekki af skjálftahrinunni á laugardagskvöldið en hér fannst einn skjálftinn nokkuð greinilega þó ekki hefði hann nú verið stór!
Ferðin var áhugaverð og gagnleg þó ekki hafi hún breytt þeirri skoðun sem ég hafði áður á Evrópusambandinu.
Bókin Hungurleikarnir fylgdi með út og kom skemmtilega á óvart. Virkilega góð, nú get ég varla beðið eftir framhaldinu ;-)
Í gær sunnudag fór ég að sjá Línu langsokk hér hjá Leikfélaginu, þeir sem það eiga eftir ættu að drífa sig hið snarasta en síðustu sýningar eru um næstu helgi. Hvet alla sérstaklega til að mæta á sýninguna á föstudaginn þar sem það er sérstök styrktarsýning fyrir litla stúlku hér í bæ sem var að greinast með krabbamein. Hvet alla til að leggja henni og fjölskyldu hennar lið í þeirri miklu baráttu sem framundan er.
Annars er mikið um að vera og ekki hægt að gera því öllu skil í stuttri færslu. Skyndileg heimsókn kínverska forsætisráðherrans hingað til Hveragerðis á laugardaginn tókst mjög vel þó fyrirvari til undirbúnings væri einungist rétt tæpur hálftími. Vel að verki staðið þar. Umhverfisverðlaun bæjarins hlaut Grunnskólinn á sumardaginn fyrsta fyrir metnaðarfullt starf að umhverfismálum. Íþróttafélagið Hamar hélt síðan uppá 20 ára afmæli sitt þann sama dag með glæsilegum hætti. Og bæjarstjórinn fjarri góðu gamni í öllum tilfellum verandi erlendis.
Missti reyndar ekki af skjálftahrinunni á laugardagskvöldið en hér fannst einn skjálftinn nokkuð greinilega þó ekki hefði hann nú verið stór!
Comments:
Skrifa ummæli