9. apríl 2012
Fyllist undrun og þakklæti í hvert sinn sem ég uppgötva að þrátt fyrir að sjaldan sé sett eitthvað nýtt á þessa síðu þá á hún samt dygga lesendur. Núna ákvað ég að bæta um betur...
Gert var víðreist um páskana og haldið í langferð austur á Höfn og Djúpavog, fermingar á báðum stöðum í fjölskyldu Lárusar. Guðjón Steinsson á Djúpavogi og Kristján Júníus Friðriksson á Höfn. Myndarlegir ungir menn sem fögnuðu stórum áfanga í hópi vina og ættingja. Við bjuggum í miklum vellystingum í húsi Torfa mágs míns og Döddu sem eyddu páskunum í Danaveldi. Það er alltaf gaman að koma á Höfn en þetta landsvæði er með því allra fallegasta. Hafnarbúar eru líka alltaf að gera eitthvað nýtt og nú var að flotti göngustígurinn með sjávarsíðunni sem vakti athygli. Sundlaugin stóð líka eins og alltaf fullkomlega fyrir sínu. Það var ekki síður skemmtilegt að keyra á Djúpavog en á leiðinni sáum við fjöldan allan af hreindýrum. Fyrir Sunnlendingana var það skemmtileg sjón.
Á páskadag fór stórfjölskyldan í Hveragerði á Hótel Geysi í glæsilegt hádegisverðarhlaðborð sem þar var. Það sem vakti ekki hvað síst athygli var hinn mikli fjöldi erlendra ferðamanna sem þarna var. Það er greinilegt að ferðamönnum hefur fjölgað og að ferðamannatíminn alla vega hér á Suðvesturhorninu er að lengjast. Renndum á heimleiðinni við á Laugarvatni þar sem Fontana böðin voru skoðuð, næst verða sundfötin tekin með !
Það eru svo miklir möguleikar víða og gaman að sjá hvernig sífellt bætast fyrirtæki í hóp þeirra sem fyrir eru á sviði ferðamennsku. Með því að hingað komi ferðamenn sem nýta sér þessi fjölbreyttu þjónustutilboð skapast grundvöllur fyrir aukinni arðsemi og heilsársferðamennsku sem aftur er grundvöllurinn fyrir fagmennsku og uppbyggingu til framtíðar í ferðamennsku hér á landi.
Gert var víðreist um páskana og haldið í langferð austur á Höfn og Djúpavog, fermingar á báðum stöðum í fjölskyldu Lárusar. Guðjón Steinsson á Djúpavogi og Kristján Júníus Friðriksson á Höfn. Myndarlegir ungir menn sem fögnuðu stórum áfanga í hópi vina og ættingja. Við bjuggum í miklum vellystingum í húsi Torfa mágs míns og Döddu sem eyddu páskunum í Danaveldi. Það er alltaf gaman að koma á Höfn en þetta landsvæði er með því allra fallegasta. Hafnarbúar eru líka alltaf að gera eitthvað nýtt og nú var að flotti göngustígurinn með sjávarsíðunni sem vakti athygli. Sundlaugin stóð líka eins og alltaf fullkomlega fyrir sínu. Það var ekki síður skemmtilegt að keyra á Djúpavog en á leiðinni sáum við fjöldan allan af hreindýrum. Fyrir Sunnlendingana var það skemmtileg sjón.
Á páskadag fór stórfjölskyldan í Hveragerði á Hótel Geysi í glæsilegt hádegisverðarhlaðborð sem þar var. Það sem vakti ekki hvað síst athygli var hinn mikli fjöldi erlendra ferðamanna sem þarna var. Það er greinilegt að ferðamönnum hefur fjölgað og að ferðamannatíminn alla vega hér á Suðvesturhorninu er að lengjast. Renndum á heimleiðinni við á Laugarvatni þar sem Fontana böðin voru skoðuð, næst verða sundfötin tekin með !
Það eru svo miklir möguleikar víða og gaman að sjá hvernig sífellt bætast fyrirtæki í hóp þeirra sem fyrir eru á sviði ferðamennsku. Með því að hingað komi ferðamenn sem nýta sér þessi fjölbreyttu þjónustutilboð skapast grundvöllur fyrir aukinni arðsemi og heilsársferðamennsku sem aftur er grundvöllurinn fyrir fagmennsku og uppbyggingu til framtíðar í ferðamennsku hér á landi.
Comments:
Skrifa ummæli