26. apríl 2012
Bæjarráðsfundur síðdegis í dag, fá mál á dagskrá svo fundurinn varð í styttra lagi. Í staðinn gafst tækifæri til að ræða um ýmislegt annað eins og til dæmis málefni SASS (Sambands sunnlenskra sveitarfélaga) en þar virðast nú vera stórfellar breytingar framundan. Árborg hefur lýst yfir að þau hyggist draga sig útúr Skólaskrifstofu Suðurlands sem er óneitanlega hryggjarstykkið í SASS. Starfsemi Sorpstöðvar Suðurlands er einnig á vissum tímamótum þar sem ekki reynist gerlegt að finna urðunarstað hér á Suðurlandi. Þar stefnir allt í sameiningu Sorpstöðvarinnar og Sorpu. Þung spor sérstaklega þegar urðunarkostnaður í Álfsnesi er nú 17,58 kr pr. kíló, svona til samanburðar greiddu íbúar hér austan fjalls rétt um 4 kr pr. kíló fyrir að urða sorpið á meðan að Kirkjuferja var enn opin. Það eru margar milljónirnar sem núna fara yfir Heiðina vegna þessa !
Í kvöld fórum við Lárus með strákunum á Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu. Mjög skemmtileg sýning sem heillaði greinilega allan aldur. Ótrúlegir loftfimleikar og sérstaklega þegar maður rifjar upp að leikararnir eru búnir að sýna þetta í hátt í áratug. Greinilega í góðu formi :-)
Í kvöld fórum við Lárus með strákunum á Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu. Mjög skemmtileg sýning sem heillaði greinilega allan aldur. Ótrúlegir loftfimleikar og sérstaklega þegar maður rifjar upp að leikararnir eru búnir að sýna þetta í hátt í áratug. Greinilega í góðu formi :-)
Comments:
Skrifa ummæli