7. janúar 2012
Jólin kvödd með varðeld og flugeldasýningu í kvöld. Yndislegt veður og listigarðurinn var eins og ævintýraveröld með ljósum og bálköstum. Ótrúlega fallegt !
Í dag ræddi ég við Ólaf framkvæmdastjóra Heilsustofnunar um starfsemi stofnunarinnar á næstu misserum og hvernig bæjarfélagið gæti stutt við það sem þar fer fram. Ég hef góða tilfinningu gagnvart framtíðinni hvað Heilsustofnun varðar en þar er unnið að metnaðarfullum markmiðum og dvalargestir undantekningalaust verið ánægðir.
Erfðabreyttar lífverur eru skyndilega orðnar fyrirferðamiklar í tilverunni. Fundur bæjarfulltrúa með forsvarsmönnum Orf líftækni verður næstkomandi þriðjudag. Blaðamaður Fréttablaðsins var einnig í sambandi vegna þessa í dag en væntanlega verður bókun bæjarráðs gerð skil í blaðinu á morgun.
Hjalti Helgason, fyrrverandi bæjarfulltrúi, leit hér við og áttum við ansi gott samtal um það sem efst er á baugi í bæjarfélaginu. Það er alltaf gaman að ræða við Hjalta en við áttum einkar gott samstarf í minnihluta með Pálu á sínum tíma.
Comments:
Skrifa ummæli