11. janúar 2012
Drykkurinn Aada frá My Secret er framleiddur hér í Hveragerði en jarðgufan knýr áfram suðupotta fyrirtækisins og tryggir þannig góða og vandaða framleiðslu. Ólafur Sóliman eigandi My Secret kemur stundum til skrafs og ráðagerða og það gerði hann í morgun. Salan á vörunni hefur gengið vonum framar enda er þetta afskaplega góð vara með mjög ákveðinn og meðvitaðann markhóp.
Skrapp síðan niður á Heilsustofnun NLFÍ og hitti þar Inga Þór markaðsstjóra og Ólaf forstjóra. Fórum yfir málefni er varða íbúðir ÍAV á Heilsustofnun en þar geta þeir sem orðnir eru 50 ára eða eldri keypt sér glæsilegar íbúðir og notið um leið þeirrar þjónustu sem HNLFÍ býður uppá. Bráðsniðugt og vinsælt búsetuform.
Átti langt samtal við Guðmund Tryggva framkvæmdastjóra Sorpstöðvar Suðurlands um hinn svokallaða refsiskatt sem íbúar hér í Hveragerði þurfa að greiða ásamt íbúum i Flóahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Skatturinn er tilkominn vegna þess að við hér flokkum meira en aðrir og skilum því minna til urðunar. Við Guðmundur Tryggvi erum búin að ræða þetta afskaplega oft og verðum seint sammála.
Annars voru málefni Strætós, mjúkhýsisins, Hellisheiðarvirkjunar, starfsmannamál, álagning fasteignagjalda og undirbúningur fyrir bæjarstjórn á morgun ásamt mörgu mörgu fleiru á dagskrá dagsins.
Í kvöld hittust síðan foreldrar unglinganna í 10. flokki í körfu en nú er undirbúningur fyrir ferð krakkanna í æfingabúðir í Bandaríkunum næsta sumar á lokastigi. Mikil fjáröflun framundan þannig að ef lesendur sjá fram á að það vanti klósettpappír, kartöflur, rækjur eða lakkrís þá endilega hafið samband.
Skrapp síðan niður á Heilsustofnun NLFÍ og hitti þar Inga Þór markaðsstjóra og Ólaf forstjóra. Fórum yfir málefni er varða íbúðir ÍAV á Heilsustofnun en þar geta þeir sem orðnir eru 50 ára eða eldri keypt sér glæsilegar íbúðir og notið um leið þeirrar þjónustu sem HNLFÍ býður uppá. Bráðsniðugt og vinsælt búsetuform.
Átti langt samtal við Guðmund Tryggva framkvæmdastjóra Sorpstöðvar Suðurlands um hinn svokallaða refsiskatt sem íbúar hér í Hveragerði þurfa að greiða ásamt íbúum i Flóahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Skatturinn er tilkominn vegna þess að við hér flokkum meira en aðrir og skilum því minna til urðunar. Við Guðmundur Tryggvi erum búin að ræða þetta afskaplega oft og verðum seint sammála.
Annars voru málefni Strætós, mjúkhýsisins, Hellisheiðarvirkjunar, starfsmannamál, álagning fasteignagjalda og undirbúningur fyrir bæjarstjórn á morgun ásamt mörgu mörgu fleiru á dagskrá dagsins.
Í kvöld hittust síðan foreldrar unglinganna í 10. flokki í körfu en nú er undirbúningur fyrir ferð krakkanna í æfingabúðir í Bandaríkunum næsta sumar á lokastigi. Mikil fjáröflun framundan þannig að ef lesendur sjá fram á að það vanti klósettpappír, kartöflur, rækjur eða lakkrís þá endilega hafið samband.
Comments:
Skrifa ummæli