6. september 2011
Byrjaði daginn á góðum fundi um atvinnumál hér í Hveragerði. Strax á eftir fórum við Guðmundur á fund stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur. Ræddum þar málefni gufuveitunnar hér í bæ og hávaðann í borholunum sem hefur verið sérlega mikill í sumar. Vandinn er of lítil notkun á gufunni en það er ljóst að fjölmörg megawött af orku puðrast út í andrúmsloftið engum til gagns en mörgum til ama. Umræðan á fundinum var hreinskiptin og niðurstaðan sú að OR mun reyna að hemja borholurnar og hávaðann frá þeim með útfærslu sem vonandi mun virka. En eftir stendur að hér er heilmikil orka sem skynsamlegast hlýtur að vera að nýta til atvinnusköpunar með öllum tiltækum ráðum.
--------------------------
Þessi glæsti hópur eyddi saman stórgóðum sunnudegi fyrir stuttu í haustferð Skógræktarfélags Hveragerðis. Myndin er sérstaklega birt fyrir Stennu :-)
--------------------------
Þessi glæsti hópur eyddi saman stórgóðum sunnudegi fyrir stuttu í haustferð Skógræktarfélags Hveragerðis. Myndin er sérstaklega birt fyrir Stennu :-)
Comments:
Skrifa ummæli