4. maí 2011
Lagt var af stað snemma héðan frá Hveragerði til að ná inn á Hótel Sögu kl. 8:15. Með í för voru Jóhanna, Helga og Guðmundur en tilgangurinn var að skrifa undir samning við Duol um kaupin á Hamarshöllinni. Eyþór hitti síðan hópinn í Reykjavík. Þetta var hin hátíðlegasta stund en forsetar Slóveníu og Íslands voru viðstaddir undirritunina auk fjölda íslenskra og slóvenskra gesta og viðskiptamanna. Þessi samningur hefur vakið mikla athygli og það er eiginlega alveg sama við hvern maður ræðir það vita allir af þessu húsi, svo sem ekki skrýtið enda er þetta afar spennandi verkefni.
Annars var þetta erilsamur dagur þegar austur var komið. Það fer mikill tími í símtöl og að svara tölvupóstum en núna berast svo til öll erindi með þeim hætti.
Sigurdís á Upplýsingamiðstöðinni tók eftir því að hverirnir á hverasvæðinu eru farnir að hegða sér afar undarlega. Lítið hveragat við hlið göngustígsins ólgar og kraumar með miklum látum með reglulegu millibili og þá tæmast aðrir hverir á meðan. Þetta er stórfurðulegt.
Í kvöld setti ég saman nokkrar smærri greinar í fréttabréf bæjarins sem við stefnum á að koma út í næstu viku.
Annars var þetta erilsamur dagur þegar austur var komið. Það fer mikill tími í símtöl og að svara tölvupóstum en núna berast svo til öll erindi með þeim hætti.
Sigurdís á Upplýsingamiðstöðinni tók eftir því að hverirnir á hverasvæðinu eru farnir að hegða sér afar undarlega. Lítið hveragat við hlið göngustígsins ólgar og kraumar með miklum látum með reglulegu millibili og þá tæmast aðrir hverir á meðan. Þetta er stórfurðulegt.
Í kvöld setti ég saman nokkrar smærri greinar í fréttabréf bæjarins sem við stefnum á að koma út í næstu viku.
Comments:
Skrifa ummæli