24. maí 2011
Fundi bæjarsjóra sem hefjast átti á Sauðárkrók í fyrramálið kl. 9 hefur verið frestað til haustsins. Alltof margir höfðu afboðað sig, áttu ekki heimangengt af ýmsum orsökum; snjór, eldgos og öskufall hvetur nú ekki til langferða. Verð í vinnunni á morgun og föstudag en breyti fimmtudeginum í sumarfrísdag í staðinn. Ætla síðan að reyna að vera í fríi í næstu viku en verð þó í vinnu á miðvikudaginn sýnist mér. Hafði hugsað mér að eyða gæðastundum í garðvinnu í þessu fríi en veðráttan er nú ekki hvetjandi til útiverka allavega ekki þessa stundina. Getum þó ekki kvartað á þessum landshluta, hér er allavega ekki allt á kafi í snjó!
Comments:
Skrifa ummæli