31. mars 2011
Hitti í morgun starfshópinn sem skoðar nú verklag og aðferðir Gunnskólans í eineltismálum. Þau eru að vinna afar faglega að sinni úttekt og hittu í dag fjölmarga aðila sem þessi mál snerta á einn eða annan hátt.
Í kaffinu kvöddum við hana Höllu sem nú lætur af störfum hjá bænum eftir að hafa séð um það að halda öllu fínu hér hjá okkur á bæjarskrifstofunni. Eftir hádegi hitti ég líka hana Addý sem nú hættir sem forstöðumaður sundlaugar og það gerir líka Sirrý forstöðumaður íþróttahúss. Það eru miklar breytingar þessa dagana á ýmsum sviðum og tilveran ósköp ólík því sem hún var fyrir nokkrum árum.
Hitti Ástu Camillu vegna Blóma í bæ. Átti síðan góðan fund með Snorra Baldurssyni, slökkviliðsstjóra um starf slökkviliðssins og framtíð þess.
Hingað kom einnig Mats Wibe Lund með stórskemmtilega bók þar sem ég fann m.a. þessa mynd sem væntanlega er tekin í kringum 1950. Ég tel að maðurinn standi svona nokkurn veginn á horni Austurmerkur og Breiðumerkur en aðrar ábendingar um staðsetningu eru vel þegnar.
1. apríl 2010
Þessi athugasemd barst um hæl frá Gunnu vinkonu:
ég var að skoða myndina á blogginu þínu. maðurinn stendur u.þ.b. á Þelamörkinni og er á leið upp götuna sem heitir Litlamörk. Húsin eru Höfn þar sem Hólmfríður frænka þín bjó og áður Siggi trölli og svo er bakaríð á bak við sem var þá bílaverkstæði Aðalsteins Michelsen og sem Aage tók seinna við.
Í allri ykkar skönnun á myndum, hafið þið væntanlega ekki rekist á mynd af Reykjum frá þeim tíma sem kirkjan stóð enn. Slík mynd er vandfundin, er búin að láta Héraðsskjalasafnið leita en ef slíkt rekur á fjörur ykkar værum við mjög áhugasöm hérna handan árinnar.
kveðja Gunna
Í kaffinu kvöddum við hana Höllu sem nú lætur af störfum hjá bænum eftir að hafa séð um það að halda öllu fínu hér hjá okkur á bæjarskrifstofunni. Eftir hádegi hitti ég líka hana Addý sem nú hættir sem forstöðumaður sundlaugar og það gerir líka Sirrý forstöðumaður íþróttahúss. Það eru miklar breytingar þessa dagana á ýmsum sviðum og tilveran ósköp ólík því sem hún var fyrir nokkrum árum.
Hitti Ástu Camillu vegna Blóma í bæ. Átti síðan góðan fund með Snorra Baldurssyni, slökkviliðsstjóra um starf slökkviliðssins og framtíð þess.
Hingað kom einnig Mats Wibe Lund með stórskemmtilega bók þar sem ég fann m.a. þessa mynd sem væntanlega er tekin í kringum 1950. Ég tel að maðurinn standi svona nokkurn veginn á horni Austurmerkur og Breiðumerkur en aðrar ábendingar um staðsetningu eru vel þegnar.
1. apríl 2010
Þessi athugasemd barst um hæl frá Gunnu vinkonu:
ég var að skoða myndina á blogginu þínu. maðurinn stendur u.þ.b. á Þelamörkinni og er á leið upp götuna sem heitir Litlamörk. Húsin eru Höfn þar sem Hólmfríður frænka þín bjó og áður Siggi trölli og svo er bakaríð á bak við sem var þá bílaverkstæði Aðalsteins Michelsen og sem Aage tók seinna við.
Í allri ykkar skönnun á myndum, hafið þið væntanlega ekki rekist á mynd af Reykjum frá þeim tíma sem kirkjan stóð enn. Slík mynd er vandfundin, er búin að láta Héraðsskjalasafnið leita en ef slíkt rekur á fjörur ykkar værum við mjög áhugasöm hérna handan árinnar.
kveðja Gunna
Comments:
Skrifa ummæli