17. febrúar 2011
Átti, ásamt Róberti Hlöðverssyni, oddvita minnihlutans, góðan fund með forsvarsmönnum Heilsustofnunar NLFÍ þar sem fjallað var um stöðuna sem skapast hefur í rekstri stofnunarinnar og þá möguleika og þær ógnanir sem hugsanlega bíða í framtíðinni. Allir bæjarfulltrúar í Hveragerði munu einhenda sér í það að styðja með öllum tiltækum ráðum við þá góðu starfsemi sem í gangi er á Heilsustofnun. Það er í mínum huga enginn efi um það að sá rekstur og sú þjónusta sem þar er veitt er bráðnauðsynleg fyrir samfélagið allt fyrir nú utan að vera miklu mun ódýrari fyrir ríkið heldur en á öðrum sambærilegum stofnunum. Við ræddum einnig um hótelið sem reka á í húsakynnum stofnunarinnar í 8 vikur í sumar eða frá og með 20. júní. Það verður gaman að fylgjast með þeim rekstri en þarna verður rekið fyrsta og flottasta wellness hótel landsins. Ég er hrædd um að mörgum bregði í brún þegar blóðugar gómsætar lambasteikur verða framreiddar í matsalnum ásamt dýrindis vínum. En maturinn verður í hæsta klassa og þjónustan og aðbúnaður hvergi betri.
Kíkið endilega á heimasíðuna www.hotspringshotel.is
Dagurinn byrjaði annars árla á fundi að Borg í Grímsnesi en þar hittust oddvitar, sveitarstjórar og formenn félagsmálanefnda í Árnessýslu utan Árborgar. Þessi hópur hefur hist nokkuð oft að undanförnu til að ræða ýmsa möguleika í félagsþjónustu á þessu svæði . Þetta hefur verið góð og gagnleg vinna og nú nálgumst við niðurstöðu.
Annars var dagurinn sólríkur og góður, kaka í morgunkaffi og kaka í hádegismat. Það fer að verða útséð um það að maður komist í kjólinn fyrir árshátíðatörnina :-)
Kíkið endilega á heimasíðuna www.hotspringshotel.is
Dagurinn byrjaði annars árla á fundi að Borg í Grímsnesi en þar hittust oddvitar, sveitarstjórar og formenn félagsmálanefnda í Árnessýslu utan Árborgar. Þessi hópur hefur hist nokkuð oft að undanförnu til að ræða ýmsa möguleika í félagsþjónustu á þessu svæði . Þetta hefur verið góð og gagnleg vinna og nú nálgumst við niðurstöðu.
Annars var dagurinn sólríkur og góður, kaka í morgunkaffi og kaka í hádegismat. Það fer að verða útséð um það að maður komist í kjólinn fyrir árshátíðatörnina :-)
Comments:
Skrifa ummæli