<$BlogRSDUrl$>

23. september 2010

Miklar annir í dag. Síðdegis var fundur með Orkuveitunni sem þurfti þónokkurn undirbúning. Fundinn sátu auk mín Unnur, forseti bæjarstjórnar og frá Orkuveitunni Helgi Þór forstjóri, Elín lögræðingur OR og Páll Erland sem er einn af framkvæmdastjórunum. Tilefnið var ósk bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar um möguleg skil OR á Hitaveitu Hveragerðis. Á fundinum ræddum við mismunandi nálgun að verkefninu en ljóst er að OR vill gjarnan selja en það er jafn ljóst að verðhugmyndir þeirra sem kynntar hafa verið í héraðsblöðum eru ekki nálægt því sem meirihlutinn hafði í huga. Í dag ræddum við ekki þær hugmyndir nema lauslega en aftur á móti fórum við yfir greinar í samningnum um söluna sem setja mögulegt söluferli í ákveðinn farveg. Hvað framhaldið varðar er ljóst að nú þarf meirihlutinn að setjast yfir stöðuna og ákveða hvert framahaldið verður. Tilköllun matsmanna til að meta virði Hitaveitunnar er ákaflega líkleg lending.

Strax eftir fundinn með OR var brunað austur og beint á fund bæjarráðs. Í upphafi fundarins fór bæjarráð út til að skoða skiltin um eftirlitsmyndavélarnar og nágrannavörsluna. Nauðsynlegt að smella af myndum til að marka upphaf þessa góða verkefnis. Á fundi bæjarráðs voru fjölmörg mál tekin fyrir en það er langt síðan að jafn stór mál hafa verið samþykkt. Ákveðið var að ganga til samninga um gatnagerð í Heiðmörk frá Breiðumörk að Grænumörk. Sú framkvæmd er orðin afar aðkallandi en þar er fráveitan einna verst farin í öllum bænum, engin regnvatnslögn er í götunni, gangstéttin er ónýt og áfram mætti telja. Verkið mun skiptast á árin 2010 og 2011 þannig að kostnaður dreifist nokkuð vel. Tilboð lægstbjóðanda var uppá rúmar 74 milljónir króna en sú upphæð fellur ekki öll á bæjarsjóð, fráveita, vatnsveita, rafveita og gagnaveita greiða sinn skerf af verkinu.
Á fundinum var líka ákveðið að ganga til samninga um jarðvinnu vegna gervigrasvallar uppí Dal. Þar með er það verk hafið og vonumst við til að með tilkomu vallarins verði aðstaða til íþróttaiðkunar enn betri en nú er.
Mörg fleiri mál voru tekin til afgreiðslu á fundinum sem þrátt fyrir það var stuttur og snaggaralegur. Það skýrist held ég best með því að ég og Jóhanna Ýr fulltrúi minnihlutans fórum ansi vel yfir fundarboðið í gær og ræddum flest mál í þaula. Það er góður siður sem ég hef fyrir reglu fyrir fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar. Þar með eru allir vel inní þeim málum sem taka á til afgreiðslu.

Í gær var langur fundur i stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt voru drög að nýjum sveitarstjórnarlögum og einnig voru þar kynntar til sögunnar tillögur að nýjum fjármálareglum fyrir sveitarfélögin. Enn er þetta efni á kynningarstigi og því er ekki æskilegt að um efni þess sé fjallað opinberlega. Aftur á móti munu sveitarstjórnarmenn fjalla um bæði málin á landsþingi Sambandsins sem haldið verður á Akureyri í næstu viku.

Síðdegis í gær var kynningarfundur fyrir bæjarstjórn vegna skoðunar og forgangsröðunar á skemmudum í fráveitukerfi bæjarins í kjölfar jarðskjálftans. Það er ljóst að þónokkuð miklar skemmdir hafa orðið á fráveitunni en matsmenn gera ráð fyrir að rúmlega 20% kerfisins hafi skemmst. Gengið hefur verið frá bótum vegna þessa og nemur bótafjárhæðin rúmlega 130 mkr.

Gaman að sjá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld umfjöllun um ljósmyndasýninguna hennar Önnu Maríu, herrar, menn og stjórar sem opna á á kvennafrídaginn í Húsi hugmyndanna í Reykjavík. Þar verður ein mynd af mér og það sem mér finnst nú vænna um er að þar verður líka ein mynd af mömmu. Hún er stjórnarformaður Kjörís og hefur verið það í 16 ár. Sem slík gegnir hún embætti sem fáar konur hafa hingað til innt af hendi og því mun hún sóma sér vel á sýningunni. Reyndar er gríðarlegt kvennaveldi í þessari fimm manna stjórn því í henni eigum við sæti systurnar þrjár og mamma auk Guðmundar föðurbróður okkar á Selfossi. Örugglega ekki margar stjórnir sem eru svona vel skipaðar :-)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet