26. ágúst 2010
Undanfarna daga hefur verið nóg um að vera. Fjölmiðlar virðast hafa tekið sérstöku ástfóstri við Hveragerði og hver fréttin rekur aðra. Sumar jákvæðar eins og fréttin um að Hvergerðingar hafi aldrei verið fleiri en nú og fréttin um grænmetismarkaðinn hans Hjartar Ben. Athyglisverð var umræðan um rekstur einkahitaveitu í bæjarfélaginu en það verður spennandi að sjá hvernig það mál þróast. Furðuleg var aftur á móti fréttin um arseneitrun í neysluvatni Hvergerðinga sem birtist á Stöð2 í kvöld. Enginn fótur er fyrir þessum fréttaflutningi enda sendi framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá sér tilkynningu þar sem eftirfarandi kom fram: Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vill koma á framfæri leiðréttingu á fréttum vegna meintar arsenmengunar í neysluvatni Friðarstaða. Bæði á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2 er tekið fram að arsen hafi mælst á Friðarstöðum. Það er ekki rétt. Allar mælingar gerðar á arseni úr vatnsveitu Hveragerðis hafa verið á einn veg - arsen hefur ekki mælst. Þetta er mikilvæg staðreynd sem þarfnast leiðréttingar.
Í dag var fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á borði stjórnar eru mörg stór mal eins og yfirfærsla málefna fatlaðra, breyting á regluverki Jöfnunarsjóðs og fleira. Fyrir dyrum stendur Landsþing Sambandsins sem haldið er á fjögurra ára fresti. Þar verða mörg mál tekin til umræðu og krufin í umræðuhópum.
Í gærmorgun fórum við Guðmundur, skipulags- og byggingafulltrúi, í ökuferð um bæinn að skoða umhverfið og það sem betur má fara. Bærinn er afar fallegur og á flestum stöðum snyrtilegur en þó eru nokkrir staðir þar sem virkilega þarf að taka til hendinni. Þeir sem eiga þannig lóðir og hús munu fá bréf frá bænum með hvatningu til úrbóta. Við sáum auðvitað líka lóðir og opin svæði sem tilheyra bæjarfélaginu þar sem þarf að gera betur. Það var líka skrifað skilmerkilega niður með það fyrir augum að úr verði bætt.
Nú er búið að merkja gangbrautir á þremur stöðum yfir Þelamörk ofan Breiðumerkur. Einnig er búið að loka Bláskógunum við Þelamörk, það horn var afar blint og hættulegt enda mikill gróður á þessum stað. Nú verða ökumenn að finna aðra leið í stað þessarar. Nokkrar hraðahindranir eru komnar í hús og verða þær skrúfaðar niður í malbikið á völdum stöðum á næstunni. Það er hálf fúlt að verða að standa í svona framkvæmdum þar sem lang einfaldast væri auðvitað að allir færu eftir þeim hámarkshraða sem í gildi er. En á meðan að slíkt gerist ekki verður að reyna að tjónka við hraðann með öllum tiltækum ráðum og það munum við gera.
Í dag var fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á borði stjórnar eru mörg stór mal eins og yfirfærsla málefna fatlaðra, breyting á regluverki Jöfnunarsjóðs og fleira. Fyrir dyrum stendur Landsþing Sambandsins sem haldið er á fjögurra ára fresti. Þar verða mörg mál tekin til umræðu og krufin í umræðuhópum.
Í gærmorgun fórum við Guðmundur, skipulags- og byggingafulltrúi, í ökuferð um bæinn að skoða umhverfið og það sem betur má fara. Bærinn er afar fallegur og á flestum stöðum snyrtilegur en þó eru nokkrir staðir þar sem virkilega þarf að taka til hendinni. Þeir sem eiga þannig lóðir og hús munu fá bréf frá bænum með hvatningu til úrbóta. Við sáum auðvitað líka lóðir og opin svæði sem tilheyra bæjarfélaginu þar sem þarf að gera betur. Það var líka skrifað skilmerkilega niður með það fyrir augum að úr verði bætt.
Nú er búið að merkja gangbrautir á þremur stöðum yfir Þelamörk ofan Breiðumerkur. Einnig er búið að loka Bláskógunum við Þelamörk, það horn var afar blint og hættulegt enda mikill gróður á þessum stað. Nú verða ökumenn að finna aðra leið í stað þessarar. Nokkrar hraðahindranir eru komnar í hús og verða þær skrúfaðar niður í malbikið á völdum stöðum á næstunni. Það er hálf fúlt að verða að standa í svona framkvæmdum þar sem lang einfaldast væri auðvitað að allir færu eftir þeim hámarkshraða sem í gildi er. En á meðan að slíkt gerist ekki verður að reyna að tjónka við hraðann með öllum tiltækum ráðum og það munum við gera.
Comments:
Skrifa ummæli