<$BlogRSDUrl$>

5. ágúst 2010

Sumarfríinu lauk með frábærri helgi norður í Skagafirði. Notuðum loksins tjaldvagninn góða og gistum á tjaldsvæðinu í Varmahlíð þar sem Sigurður Skagfjörð ræður ríkjum og rekur þar eitt besta tjaldsvæði sem ég hef verið á. Skógurinn mikill og fallegt umhverfi. Skruppum á síldarævintýri á Siglufirði sem var líflegt í frábæru veðri. Við Albert gengum eftir endilöngum snjóflóðavarnargarðinum og nutum stórkostlegs útsýnis yfir fjörðinn fagra. Fórum með afa og ömmu á Króknum og borðuðum á flottu nýju veitingahúsi við höfnina. Hittum ógrynni af fólki sem við þekkjum svo greinilegt var að síldarævintýrið hefur enn mikið aðdráttarafl.
Vinnumaðurinn í Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkrók verður áfram á Króknum og klárar vinnumennsku sumarsins. Þetta er heilmikið ævintýri að fá að vera kaupamaður í þessari búð og feta þar í fótspor ekki ómerkari manna en Einars Kristins Guðfinnssonar og Vilhjálms Egilssonar.

En annars var sumarfríinu eytt í Danmörku og á facebook má sjá helling af myndum úr þeirri góðu ferð. Hitabylgja í Danmörku allan tímann svo við vorum afar heppin með veður. Það er alltaf gaman í Danmörku og Skagen er held ég einn fallegasti og sérkennilegasti staður sem ég kem til.

Heima er búið að taka til í skápum og skúffum og skrapa og grunna alla glugga hússins. Ef vel viðrar um komandi helgi verður hún notuð til að mála. Liggja síðan í leti innan um blómin mín og njóta blíðunnar :-)

Nóg hefur verið að gera í vinnunni. Sérkennilegt mál kom upp á þriðjudaginn þegar lögreglan mætti til að kanna ábendingu um sprengingu sem orðið hafði vestan við byggðina undir verslunarmannahelgi. Til að byrja með var talið að þetta gæti hafa verið hvellurinn sem kom þegar dekk undir vörubílnum hans Binna Hilmis hvellsprakk eitt kvöldið með miklum látum. En við nánari athugun kom í ljós að það gæti varla verið. Hvergi sjást aftur á móti nokkur merki um sprengingu svo þetta er hið undarlegasta mál. Til að taka af allan vafa um hættu á byggingasvæði Kambalands hefur bæði lögreglan og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar komið á staðinn og finna þessir aðilar engin merki um ósprungnar sprengjur sem gætu hafa orðið eftir á framkvæmdatímanum. Munu þeir koma aftur og þá njóta liðsauka heimamanna við leitina áður en endanleg niðurstaða verður gefin út. Ég setti tilkynningu um málið á heimasíðu bæjarins sem ég hvet íbúa til að lesa.

Átti nokkur símtöl við ýmsa aðila í dag til að reyna að koma málum áleiðis fyrir einstakling sem leitaði til mín í vanda. Það gekk og var ég afar ánægð með þá niðurstöðu. Það eiga margir erfitt við aðstæður eins og hér hafa skapast að undanförnu og starfsmenn bæjarins reyna að hjálpa eftir fremsta megni.

Unnið er að undirbúningi Blómstrandi daga og hefur Jóhanna Margrét sett saman flotta dagskrá. Fyrirtæki eru afar jákvæð og ætla flest hver að taka myndarlega þátt í þessum dögum enda er sú þátttaka forsenda þess að vel takist til. Í ár lendir hátíðin okkar um sömu helgi og menningarnótt þannig að nú er tilvalið fyrir þá sem frekar vilja njóta lífsgæða landsbyggðarinnar fjarri mannmergðinni sem fylgir menningarnótt að bregða sér austur fyrir fjall.

Fundur í bæjarráði síðdegis í dag. Fá mál enda sumarfrí enn í gangi í stofnunum landsins og lítið um að vera. Eyddum í staðinn dágóðum tíma til að fara yfir ýmislegt annað en var á fundarboðinu en það er ágætt líka.

Fór í góðan göngutúr í kvöld um bæinn okkar fallega. Ákvað að týna rusl á leiðinni og varð mikið ágengt. Fékk flotta hreyfingu við það að beygja mig um leið :-)
Annars er lygilega lítið um rusl í bænum og fólk virðist almennt ganga einstaklega vel um. Fór nýja göngustíginn meðfram Varmá sem hópur úr vinnuskólanum undir styrkri stjórn Villa Sveins hefur lagt í sumar. Frábær leið og flottur stígur. Hvet alla til að prufa því það hefur hingað til varla verið fært yfir grjót og kletta þessa leið. Búið er að hreinsa lóð Ullarþvottastöðvarinnar en húsið þar var rifið fyrr á árinu. Einnig er búið að rífa Reykjamörk 11 en þar á eftir að ákveða hvernig gengið verður frá lóðinni. Þar er afar fallegur gróður og falleg flöt sem gaman væri að gera aðgengilega fyrir bæjarbúa þar til önnur nýting verður á lóðinni.

Heima týndi ég jarðarber sem skyndilega eru farin að sýna sig eftir að ég hætti að hugsa um plönturnar! Sólber og rifs þurfa nokkra daga í viðbót. Bláberin eru komin í frystinn og ef ég skyldi nú nenna að brytja rabbarbara þá hefur mér áskotnast frábær uppskrift að saft sem ég gæti alveg hugsað mér að laga. Bara gaman!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet