<$BlogRSDUrl$>

20. ágúst 2010

Hingað kom tölvusnillingur einn mikill í morgun og fórum við saman uppí Grunnskóla þar sem hann ætlar að kanna ástand tölvukerfisins og tölvubúnaðar skólans. Líklegt er að breyta þurfi fyrirkomulagi tölvukennslu til að leysa þá vöntun sem er á kennslustofum fyrir bekki.

Í hádeginu var fundur á Selfossi í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands. Fórum yfir fjárhagsáætlun 2011 en ljóst er að hækka þarf gjaldskrá á næstunni þar sem Sorpa hefur þegar hækkað sín móttökugjöld. Annars var farið vítt og breytt yfir hin ýmsu mál, en meðhöndlun sorps er að verða mjög viðamikill málaflokkur og þvi mikilvægt að farið sé vel yfir allar hliðar mála sem upp kunna að koma.

Ræddi lengi við Ingva Snæ lögmann bæjarins vegna máls sem er í gangi vegna álagningar gatnagerðargjalda í Klettahlíð. Við stefnum á að setja minnisblað um málið fyrir næsta fund bæjarráðs.Mikill fjöldi ferðamanna leggur árlega leið sína á hverasvæðið í miðbænum og því var það löngu tímabært að gert yrði söguskilti um hverina og hvernig þeir hafa haft áhrif á daglegt líf hér í bæ. Það er löngu tímabært að fólk geri sér almennilega grein fyrir sérstöðu hverasvæðisins hér í Hveragerði. Það er einfaldlega enginn bær í heimi sem hefur byggst upp með sama hætti og Hveragerði, í kringum virkt háhitasvæði. Hélt að það væri svipað fyrirbæri til á Nýja Sjálandi en eftir leit á netinu sýnist mér að bærinn sem um ræðir hafa byggst upp við hliðina á öflugu hverasvæði en ekki í kringum það. Skiltið um hverasvæðið var afhjúpað í dag á torginu í miðbænum. Það gerði Aðalsteinn Steindórsson sem er að við teljum elsti núlifandi Hvergerðingurinn en hann hefur búið hér í 80 ár. Aðalsteinn og fjölskylda voru með allra fyrstu íbúunum en hann er alinn upp í Ásum, húsi við Drullusund.Guðmundur Erlingsson, leikari með meiru, opnaði ljósmyndasýningu í bókasafninu síðdegis en þar sýnir hann fjölda ljósmynda bæði á vegg og skjá. Mjög skemmtileg sýning sem enginn ætti að missa af. A myndunum hér til hliðar má sjá myndasmiðinn og nokkra gesti við opnunina.

Jónas Sigurðsson og ritvélar framtíðarinnar héldu hreint stórkostlega tónleika í kirkjunni í gærkvöldi. Mögnuð tónlist og flottur flutningur góðra listamanna. Fjölmargir gestir skemmtu sér afar vel og hefðu getað setið lengi enn þegar tónleikunum lauk. Jónas á eitt vinsælasta lag landsins í dag "Hamingjan er hér" en á tónleikunum flutti hann bæði gömul og ný lög.

Eftir tónleikana fórum við Lárus í Bezta tjaldið í Lystigarðinum en þar var boðið uppá flotta dagskrá fram eftir nóttu. Árni Johnsen söng með gestum af sinni alkunnu snilld og vakti mikla lukku. Trúbadúrinn Svavar Knútur fór hreinlega á kostum og sýndi stórkostlega takta bæði í leik og söng. Síðan kom listamaðurinn Toggi sem var nú stærsta upplifun mín þetta kvöld. Ég er nú ekki betur inní hlutunum að ég vissi nú ekki einu sinni að hann væri til :-) En hann hefur samið fjölda þekktra laga en frægast er "Þú komst við hjartað í mér" sem bæði Páll Óskar og Hjaltalín hafa gert ódauðleg. Stemningin í tjaldinu í Lystigarðinum var frábær og ég hefði ekki viljað missa af þessu fyrir nokkurn mun. Hugmyndin að þessari uppákomu kviknaði á mánudaginn síðasta og nokkrir strákar héðan komu upp tjaldinu og höfðu samband við listamennina sem komu fram ókeypis. Við getum verið ótrúlega stolt af þessum strákum sem höfðu frumkvæði og dugnaði til að framkvæma með svona flottum hætti. Þið eigið heiður skilinn og vonandi verður þetta endurtekið að ári.

Eftir Lystigarðinn fórum við niður í Eden þar sem í boði var ókeypis dansleikur með Feðgunum. Fullt af fólki og mikið fjör. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem í Eden undir þessum formerkjum en það er ljóst eftir gærkvöldið að Eden hefur alla burði til að verða flottasti dansstaður sunnan heiða:-)

Var ekki með myndavélina í gærkvöldi en vonandi sendir hún Sara mér myndir úr Lystigarðinum ;-)
Bjössi á Bláfelli er líka búinn að taka fullt af myndum og þær er hægt að sjá á síðunni hans. Linkurinn er hér til vinstri.... Þar er líka hægt að skoða fullt af myndum af húsum og görðum þar sem fólk hefur misst sig í Litaleiknum. Verð nú að setja að Morten og Kolla eru einna ótrúlegust! Hvað á það að þýða að spraya grasið á lóðinn rautt :-D
-------------------
... og ritgerðin hennar Ingu Lóu heitir

,,...heimsins bezti staður“
Skáldabærinn Hveragerði


Ætli ég geti klúðrað málum meira varðandi þetta :-D

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet