24. maí 2010
Sérhvert vinarorð vermir
sem vorsólarljós
Sérhver greiði og góðvild
er gæfunnar rós.
Hvort sem leiðin þín liggur
um lönd eða höf
gefðu sérhverjum sumar
og sólskin að gjöf.
(Þ.Þ.Þ.)
Ætlaði að setja þetta í greinarkorn en síðan féllu þessar fallegu vísur ekki nógu vel að textanum. Varð of langt! Birti þær hér sem leiðarljós inní síðustu daga kosningabaráttunnar.
Höfum þetta öll til hliðsjónar nú þegar baráttan stendur sem hæst. Jákvæðni, gleði, sanngirni og heilindi er það sem ávallt hefur reynst fólki best.
Annars var fjölskylduhátíð D-listans haldin í miklu blíðskaparveðri í dag. Hundruðir lögðu leið sína til okkar og gæddu sér á grilluðoum pylsum, gosi, ís og bláu krapi. Fólk afslappað og tók því rólega á grasbölunum umhverfis kosningaskrifstofuna. Börnin alsæl með hoppukastalann og léku sér dátt allan daginn. Þetta var afar góður dagur.
Í kvöld erum við að leggja lokahönd á greinar í blöð, síðustu forvöð! Fjórir dagar til kosninga og nóg að gera þá daga alla. Í hópnum ríkir feikilega góður andi og allir leggjast á eitt. Fjöldi fólks hefur bæst í hópinn og sérstaklega er gaman að sjá hversu öflugir ungir eru. Sá hópur er ótrúlegur, það er ljóst að landið verður í góðum höndum til framtíðar litið ef allir eru eins og unga fólkið okkar hér í Hveragerði.
Vinnustaðafundir á morgun og trúið því eður ei... Dansæfing kvennanna á listanum kl. 17:30. Altså fyrir konukvöldið sem haldið verður á fimmtudagskvöldið. Frábær dagskrá, góðar veitingar, happdrætti og gjöf fyrir allar konur, og allt ókeypis. Húsið opnar kl. 19:30, dagskrá hefst kl. 20. Það ætti engin að missa af þessu. Þetta er klárlega hápunktur kosningabaráttunnar í Hvergerði hvar í flokki sem við stöndum.
sem vorsólarljós
Sérhver greiði og góðvild
er gæfunnar rós.
Hvort sem leiðin þín liggur
um lönd eða höf
gefðu sérhverjum sumar
og sólskin að gjöf.
(Þ.Þ.Þ.)
Ætlaði að setja þetta í greinarkorn en síðan féllu þessar fallegu vísur ekki nógu vel að textanum. Varð of langt! Birti þær hér sem leiðarljós inní síðustu daga kosningabaráttunnar.
Höfum þetta öll til hliðsjónar nú þegar baráttan stendur sem hæst. Jákvæðni, gleði, sanngirni og heilindi er það sem ávallt hefur reynst fólki best.
Annars var fjölskylduhátíð D-listans haldin í miklu blíðskaparveðri í dag. Hundruðir lögðu leið sína til okkar og gæddu sér á grilluðoum pylsum, gosi, ís og bláu krapi. Fólk afslappað og tók því rólega á grasbölunum umhverfis kosningaskrifstofuna. Börnin alsæl með hoppukastalann og léku sér dátt allan daginn. Þetta var afar góður dagur.
Í kvöld erum við að leggja lokahönd á greinar í blöð, síðustu forvöð! Fjórir dagar til kosninga og nóg að gera þá daga alla. Í hópnum ríkir feikilega góður andi og allir leggjast á eitt. Fjöldi fólks hefur bæst í hópinn og sérstaklega er gaman að sjá hversu öflugir ungir eru. Sá hópur er ótrúlegur, það er ljóst að landið verður í góðum höndum til framtíðar litið ef allir eru eins og unga fólkið okkar hér í Hveragerði.
Vinnustaðafundir á morgun og trúið því eður ei... Dansæfing kvennanna á listanum kl. 17:30. Altså fyrir konukvöldið sem haldið verður á fimmtudagskvöldið. Frábær dagskrá, góðar veitingar, happdrætti og gjöf fyrir allar konur, og allt ókeypis. Húsið opnar kl. 19:30, dagskrá hefst kl. 20. Það ætti engin að missa af þessu. Þetta er klárlega hápunktur kosningabaráttunnar í Hvergerði hvar í flokki sem við stöndum.
Comments:
Skrifa ummæli