16. maí 2010
Kosningabaráttan er nú að komast á lokastig enda styttist óðum í kosningadaginn þann 29. maí. D-listamenn eru búnir að bera út stefnuskrá í öll húsin í bænum en það tók miklu lengri tíma en við héldum þar sem við stoppuðum lengi í mörgum húsum. Í staðinn var þetta afskaplega skemmtilegt og virkilega gaman að heyra viðhorf fólks til stjórnunar bæjarfélagsins. Viðbrögðin voru afar jákvæð en þó er það ljóst að vel þarf að halda á spöðunum fram á kjördag en andstæðingar okkar fylkja nú liði, Samfylking, Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn, með það sem meginmarkmið að fella núverandi meirihluta. Það er þó sérstakt að hópurinn vill ekki kannast við flokkana sem bakvið framboðið standa! En á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku var fundargerðum kjörstjórnar skipt út þar sem í þeim stóð að Alistinn væri framboð Samfylkingar, Framsóknar og Vinstri grænna. Það mátti alls ekki standa í fundargerð þó óumdeilt sé að þessir flokkar standi að framboðinu. Þessa mátti heldur ekki geta á kjörseðlunum sjálfum þannig að ekki eru frambjóðendurnir ýkja stoltir af upprunanum!
Vaknaði annars óvanalega snemma í morgun og fyrir klukkan tíu var ég búin að taka til í húsinu, ganga frá þvotti og fleira nauðsynlegt. Þá labbaði ég hringinn undir Reykjafjalli en veðrið var alveg dásamlegt. Fíflar og hófsóleyjar prýddu götukantinn og öll tré eru að verða laufguð. Yndislega fallegur morgun. Stoppaði hjá Geira og Reyni í sundlauginni og dáðist að nýbónuðum gólfum og nýmúraðri stétt og máluðum pottum um leið og við ræddum viðgerðina á laugarkerinu sem er ansi umfangsmikil. Viðlagatrygging kemur að þeirri framkvæmd enda eru skemmdirnar að stærstu leyti vegna skjálftans 2008. Vonandi líða ekki margar vikur áður en hægt verður að opna laugina að nýju en þegar hefur líkamsræktin, pottarnir og gufan verið opnað almenningi.
Eftir hádegi fórum við Albert Ingi í fermingarveislu Birgis Rúnars og Árna Þórs Steinarssona Busk. Þetta var hin fínasta veisla, flottar veitingar, skemmtilegir gestir og sérlega myndarlegir fermingardrengir. Til hamingju öll í tilefni dagsins :-)
Eftir veisluna var farið beint á kosningaskrifstofuna en þar var heilmikið líf eins og alltaf er. Það er mikið um að fólk komi við um leið og það skreppur í gönguferð eða fer út að hjóla. Staðsetningin er líka sérlega góð, þarna í gamla miðbænum. Á kosningaskrifstofunni er ekki bara drukkið kaffi og borðaðar kökur, heldur fer þar fram heilmikil vinna. Núna þurfum við að vakta alla þá sem eru að fara í burtu og hugsanlega verða ekki heima á kjördag. Það eru mýmörg dæmi um það að kosningar hafi tapast á örfáum atkvæðum, við ætlum ekki að láta það gerast hér...
Listinn var í myndatöku í góðviðrinu í gær. Þessi fína mynd var þá tekin af þeirri sem þetta skrifar. Mikið lifandis býsn er ég ánægð að hafa tekið mataræðið jafn vel í gegn og raun var á fyrir um ári síðan. Þá hryggðarmynd sem ég þá var orðin getið þið séð á hinni myndinni. Það munar um 15 kíló eins og hér sést hvað best :-)
Vaknaði annars óvanalega snemma í morgun og fyrir klukkan tíu var ég búin að taka til í húsinu, ganga frá þvotti og fleira nauðsynlegt. Þá labbaði ég hringinn undir Reykjafjalli en veðrið var alveg dásamlegt. Fíflar og hófsóleyjar prýddu götukantinn og öll tré eru að verða laufguð. Yndislega fallegur morgun. Stoppaði hjá Geira og Reyni í sundlauginni og dáðist að nýbónuðum gólfum og nýmúraðri stétt og máluðum pottum um leið og við ræddum viðgerðina á laugarkerinu sem er ansi umfangsmikil. Viðlagatrygging kemur að þeirri framkvæmd enda eru skemmdirnar að stærstu leyti vegna skjálftans 2008. Vonandi líða ekki margar vikur áður en hægt verður að opna laugina að nýju en þegar hefur líkamsræktin, pottarnir og gufan verið opnað almenningi.
Eftir hádegi fórum við Albert Ingi í fermingarveislu Birgis Rúnars og Árna Þórs Steinarssona Busk. Þetta var hin fínasta veisla, flottar veitingar, skemmtilegir gestir og sérlega myndarlegir fermingardrengir. Til hamingju öll í tilefni dagsins :-)
Eftir veisluna var farið beint á kosningaskrifstofuna en þar var heilmikið líf eins og alltaf er. Það er mikið um að fólk komi við um leið og það skreppur í gönguferð eða fer út að hjóla. Staðsetningin er líka sérlega góð, þarna í gamla miðbænum. Á kosningaskrifstofunni er ekki bara drukkið kaffi og borðaðar kökur, heldur fer þar fram heilmikil vinna. Núna þurfum við að vakta alla þá sem eru að fara í burtu og hugsanlega verða ekki heima á kjördag. Það eru mýmörg dæmi um það að kosningar hafi tapast á örfáum atkvæðum, við ætlum ekki að láta það gerast hér...
Listinn var í myndatöku í góðviðrinu í gær. Þessi fína mynd var þá tekin af þeirri sem þetta skrifar. Mikið lifandis býsn er ég ánægð að hafa tekið mataræðið jafn vel í gegn og raun var á fyrir um ári síðan. Þá hryggðarmynd sem ég þá var orðin getið þið séð á hinni myndinni. Það munar um 15 kíló eins og hér sést hvað best :-)
Comments:
Skrifa ummæli