<$BlogRSDUrl$>

24. mars 2010

Tíminn er fljótur að líða þegar nóg er að gera. Í dag og í gær hef ég setið þrjá fundi með íbúum hverfanna um nágrannavörslu í Hveragerði og einn um sama mál með forsvarsmönnum fyrirtækja og stofnana. Í samvinnu Hveragerðisbæjar og VÍS hefur Pétur Guðmundsson, afbrotafræðingur og Brynjar frá lögreglunni á Selfossi fjallað um fyrirkomulag nágrannavörslunnar og hvernig við getum komið upp árangursríku kerfi hér í Hveragerði. Um 200 manns hafa mætt á fundina sem mér finnst vera mjög flott mæting. Á fundunum voru skipaðir götustjórar sem eiga að miðla boðskapnum áfram til sinna nágranna. Í stuttu máli snýst þetta um að fólk í götunum komi sér saman um að fylgjast með húsum og eigum hvors annars, afskiptasemi og athygli eru lykilorð dagsins. Nágrannavarslan er semsagt formlega hafin í Hveragerði.

Í dag fengu bæjarfulltrúar og skólanefnd kynningu á sjálfsmati grunnskólans. Afskaplega metnaðarfull og góð vinna og það var gaman að sjá hversu ánægðir starfsmenn skólans eru og hversu góður samhljómur er á milli svara nemendanna og starfsmanna. Alltaf er hægt að bæta skólastarfið enda er það í sífelldri þróun þess vegna þurfa samskipti skólastarfsmanna og bæjaryfirvalda er vera mikil og góð, eins og þau reyndar hafa verið undanfarin ár. Heimsóttum síðan 2. og 6. bekk, skoðuðum tölvuverið og kíktum á kennarastofuna. Alltaf gaman að koma í skólann enda móttökurnar á fáum stöðum betri.

Eftir hádegi fórum við Guðmundur Baldursson til fundar við forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur en enn og aftur leitum við leiða til að lenda þeim málum sem útaf standa í samskiptum bæjarins og þeirra. Ég bind vonir við að þokast hafi í rétta átt á þessum fundi sem var mjög góður og jákvæður.

Um leið og við komum austur hófst fundur í starfshópi um viðbyggingu við Grunnskólann en þar er Dr. Maggi á miklu skriði. Unnið er á grundvelli þarfagreiningarinnar sem kláruð var í haust og jafnframt útfrá því sjónarmiði að áfangaskipta verði framkvæmdum eins og mögulegt er.

Strax að loknum fundinum í starfshópnum hófst annar með Lionsmönnum þar sem þeir kynntu fyrir okkur afskaplega athyglisverða hugmynd um skilti og vegvísa sem mér sýnist fyllsta ástæða til að vinna betur með. Starfshópurinn um skiltamálin mun skoða þessar hugmyndir Lionsmanna um leið og farið verður yfir merkingar og þá möguleika sem eru á því sviði í bænum.

Rétt náði á íbúafund nágrannavörslunnar í bleika hverfinu kl. 18 og síðan hófst annar í rauða hverfinu kl. 20. Ég held svei mér þá að eftir þessa fjóra fyrirlestra kunni ég nágrannavörslu kynninguna hans Péturs utanað :-)
-------------------------
Annars var algjörlega frábær stemning í íþróttahúsinu í gærkvöldi þegar Hamars stelpurnar unnu Keflavík í lokaleiknum í einvígi þessara liða um sæti í úrslitum deildarinnar. Þetta þýðir að við verðum að fjölmenna á föstudagskvöldið í DHL höllina og styðja stelpurnar alla leið...
-------------------------
Vil síðan nota þetta tækifæri og minna alla flokksbundna Sjálfstæðismenn á félagsfundinn annað kvöld. Þar verður tillaga uppstillingarnefndar að lista Sjálfstæðisfélagsins fyrir sveitarsstjórnarkosningar lögð fram. Þetta er alltaf spennandi og gaman að sjá og hitta þann hóp sem skipa mun listann og á eftir að vinna mjög mikið saman næstu árin. Semsagt, fjölmenna kæru félagar :-)
--------------------------
Ég er eins og fjölskyldan öll afar stolt af ungviðinu í hópnum. Þetta eru svo góðir krakkar. Hér er til dæmis skemmtilegt viðtal við Hafstein og Kristján Valdimarssyni sem nú spila blak í Álaborg. Takið eftir myndinni, hann er altså ekki að hoppa ! ! !

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet