<$BlogRSDUrl$>

3. mars 2010

Eitt það fyrsta sem ég geri á morgnana er að kveikja á útvarpinu og hlusta á Bylgjuna. Þar er Gissur algjörlega ómissandi kl. 7:30. Frábær fréttamaður. Í dag vaknaði ég eiginlega með andfælum þar sem fyrsta frétt var sú að eldsvoði hefði orðið í Hveragerði í nótt þegar kviknaði í nýju spónaverksmiðjunni, Feng. Heyrði í Sigurði eigandi Fengs síðar í dag og bar hann sig þokkalega þrátt fyrir allt. Talið er að kviknaði hafi í útfrá rafmagni. Mikill reykur var í húsinu og því verður vinnan mikil við að hreinsa en betur virðist þó hafa farið en á horfðist en vélar eru að mestu óskemmdar og húsið skemmdist lítið.

Stjórn og starfsmenn Atvinnuþróunarfélags Suðurlands voru fyrir nokkru búin að boða komu sína hingað og ætluðu að heimsækja Feng með okkur í bæjarstjórninni. Úr því varð ekki eins og gefur að skilja en í staðinn heimsóttum við Kjörís að loknum fundi á Hótel Örk. Það var fín heimsókn þar sem Valdimar og Guðrún fóru yfir viðbrögð fyrirtækisins við breyttum aðstæðum í kjölfar kreppunnar. Eftir Kjörís heimsóknina fórum við Róbert á rúntinn og heimsóttum sósugerðina Úrvals eldhús en þar fer fram skemmtileg framleiðsla til dæmis á ágætri tómatsósu sem nú má kaupa í Bónus. Það má kannski segja að þetta hafi verið fyrsta vinnustaðaheimsókn kosningabaráttunnar og til marks um gott samstarf þá fórum við saman frá sitt hvorum flokknum :-)

Ólafur Hilmarsson frá Markaðstofu Suðurlands fundaði með okkur á Örkinni í dag og sagði frá starfsemi Markaðstofunnar. Hann er að vinna gríðarlega gott starf sem ég efast ekki um að á eftir að lyfta grettistaki varðandi kynningu á Suðurlandi. Það er aftur á móti afar mikilvægt að ferðaþjónustuaðilar og sveitarfélögin taki þátt í þessu starfi en þannig verður slagkrafturinn mestur. Bæklingurinn sem hann gaf út síðastliðið sumar er til dæmis sá bæklingur sem alls staðar liggur frammi. Höfuðborgarstofa nýtir hann mikið hjá sér og ferðamenn eru orðnir vanir útliti hans enda allir landshlutarnir með sama útlit og form. Ég hef líka sagt við ferðaþjónustuaðila sem ég hef hitt að ef þeir ætli sér að auglýsa eingöngu á einum stað þá sé þetta rétti staðurinn. Næst hefði ég gjarnan viljað sjá alla ferðaþjónustuaðila hér í Hveragerði í bæklingnum með fulla skráningu. Það væri flott...

Heyrði í Hannesi Kristmundssyni, garðyrkjubónda hér í Hveragerði sem í gær færði Samgönguráðherra blómvönd í tilefni af ákvörðun hans um útboð á tvöföldun Suðurlandsvegar. Hannes hefur verið óþreytandi baráttumaður fyrir bættum vegi og á heiður skilinn fyrir þrautsegju sína. Gott framtak að þakka fyrir það sem vel er gert.

Í gærkvöldi varð bilun í holunum við gömlu skiljuna með þeim afleiðingum að hitalaust varð í þeim húsum sem þaðan nýta vatnið. Þau eru sem betur fer ekki mörg í Hveragerði eftir að neðra þorpið tengdist nýju kerfi, Austurveitunni. Aftur á móti er Landbúnaðarháskólinn á Reykjum að nýta heitt vatn úr þessum holum og einnig Ölfusborgir þannig að það hefði verið afskaplega bagalegt ef þær hefðu af einhverju ástæðum verið ónýtar sem alltaf getur gerst. Sem betur fór var hægt að laga bilunina í morgun þannig að ekki þurfti að fara í stórar aðgerðir og vonandi koma þær til með að hafa ágætis afköst áfram.

Síðdegis hittist starfshópur sem skipaður hefur verið til að halda utan um vinnu við áframhaldandi hönnun viðbygginga við Grunnskólann. Þrátt fyrir niðursveiflu í efnahagslífinu þá verðum við að hugsa til framtíðar og þessi vinna er hluti af því. Hópurinn vinnur útfrá því að hægt verði að áfangaskipta framkvæmdum þannig að það verði viðráðanlegt fyrir bæjarfélagið að ráðast út í bygginguna en slíkt er nauðsynlegt eins og ástandið er í dag. Fyrst og fremst er unnið eftir þeim línum að það vanti betri aðstöðu fyrir mötuneyti og sérkennslu en við þær úrbætur myndi líka rýmkast í skólanum og kennslustofur sem í dag eru nýttar fyrir sérkennslu færu þá aftur undir bekkjarkennslu.
Á þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir byggingunni 2013 miðað við óbreytt ástand.

Kláraði fundargerð og bókanir morgundagsins en bæjarráð fundar í fyrramálið.

Lárusi áskotnuðst gellur á ferð sinni á Hornafirði í morgun, mér til takmarkaðrar gleði :-)
Mamma aftur á móti varð enn hrifnari af tengdasyninum þegar hann mætti og eldaði þær heima hjá henni. Saltfiskurinn bragðaðist aftur á móti stórkostlega ! ! !
Takk samt fyrir sendinguna Torfi mágur, vakti umræður um fullnýtingu hráfefnis. Ég held aftur á móti að ég verði að fara að viðurkenna þá staðreynd að ég er kannski frekar matvönd ;-)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet