3. febrúar 2010
Fékk símtal frá Ólafi Áka í miðjum morgunmatnum þar sem hann bauð mér far á Selfoss þar sem við áttum fund með Ragnheiði. Þáði þetta góða boð með þökkum. Áttum fínan fund á Selfossi þar sem við fórum vel yfir þau álitaefni sem eru uppi varðandi yfirfærslu á málefnum fatlaðra til sveitarfélaganna. Þetta er mikilvægur málaflokkur og því ber sveitarfélögunum að vanda sig núna þegar hyllir undir að þessi nauðsynlega þjónusta færist enn nær íbúunum en verið hefur. Ólafur neyddist síðan til að skutla mér uppeftir aftur og notaði ég þá tækifærið og sýndi honum hvar hugmyndin er að setja niður heilsu- og æfingastöðvar við göngustíginn undir Reykjafjalli. Ég á ekki von á öðru en að Ölfusingar taki jákvætt í að koma að því verkefni. Eins og þið sjáið þá erum við Ólafur ekki svarnir óvinir heldur þvert á móti ágætis vinir þó að annað megi oft lesa útúr umfjöllun blaða. Eitt er að vera aandstæðingur í málefnum og eiga í kröftugum skoðanaskiptum um þau en í stjórnmálum verður fólk að geta skilið á milli einstaklingsins og málefnisins. Geti fólk það ekki á það tæplega erindi í pólitík.
Sigurdís á Upplýsingamiðstöðinni og ég funduðum síðan fyrir hádegi með Hannesi Guðjmundssyni frá Íslandspósti þar sem við fórum vel yfir ýmislegt sem lýtur að þjónustu Póstsins hér í Hveragerði. Á ég von á því að nú verði gerð bragarbót á ýmsum þeim umkvörtunarefnum sem við ræddum um í dag. Póstþjónusta er afar mikilvægt og eitt af því sem fólk treystir á að sé í lagi. Þess vegna verður að tryggja að í jafnstóru bæjarfélagi og Hveragerði er sé þessi þjónusta góð.
Eftir hádegi skrapp ég niður á Heilsustofnun og hitti þar Ólaf framkvæmdastjóra og Ingu Kjartans. Ræddum við hugmyndir um framtíðaruppbyggingu Heilsustofnunar og þær hugmyndir sem þar eru uppi um vöxt og aukna þjónustu. Hagsmunir Hveragerðisbæjar og HNLFÍ fara augljóslega saman og því er mikilvægt að það ríki traust og gott samstarf á milli aðila. Það er augljóst að það góða starf sem þarna fer fram getur ekkert gert annað en að eflast enda þörfin fyrir þjónustu af því tagi sem þarna er veitt sífellt að aukast.
Við Helga unnum í þriggja ára áætlun milli funda og síðdegis í dag. Það er nokkuð ljóst að þrátt fyrir einbeittan vilja til framkvæmda þá verðum við að sníða okkur stakk eftir vexti og haga framkvæmdum í samræmi við fjárhagslega getu bæjarins. Þriggja ára áætlun í þessari óvissu sem nú ríkir getur í besta falli sýnt viðleitni og góðan vilja en óvissuþættirnir eru svo yfirþyrmandi eins og stjórnmálaástandið er í dag að áætlanagerð þrjú ár fram í tímann er svo til ógerleg. Við ræddum þetta þónokkuð í morgun, bæjarstjórarnir, ljóst er að forsendur þessara þriggja sveitarfélaga verða settar upp með svipuðum hætti í þriggja ára áætlun.
Sund síðdegis eins og alltaf á miðvikudögum. Nú er Lífshlaupið byrjað svo það verður að taka þetta með trompi eins og annað sem við gerum hér á skrifstofunni.
Annars varð hún Heiða, gjaldkeri, amma í gær þegar Ellen, fyrrv. bæjarfulltrúi, og Guðni eignuðust litla dóttur. Innilega til hamingju með litlu prinsessuna og bestu kveðjur til ykkar allra.
Sigurdís á Upplýsingamiðstöðinni og ég funduðum síðan fyrir hádegi með Hannesi Guðjmundssyni frá Íslandspósti þar sem við fórum vel yfir ýmislegt sem lýtur að þjónustu Póstsins hér í Hveragerði. Á ég von á því að nú verði gerð bragarbót á ýmsum þeim umkvörtunarefnum sem við ræddum um í dag. Póstþjónusta er afar mikilvægt og eitt af því sem fólk treystir á að sé í lagi. Þess vegna verður að tryggja að í jafnstóru bæjarfélagi og Hveragerði er sé þessi þjónusta góð.
Eftir hádegi skrapp ég niður á Heilsustofnun og hitti þar Ólaf framkvæmdastjóra og Ingu Kjartans. Ræddum við hugmyndir um framtíðaruppbyggingu Heilsustofnunar og þær hugmyndir sem þar eru uppi um vöxt og aukna þjónustu. Hagsmunir Hveragerðisbæjar og HNLFÍ fara augljóslega saman og því er mikilvægt að það ríki traust og gott samstarf á milli aðila. Það er augljóst að það góða starf sem þarna fer fram getur ekkert gert annað en að eflast enda þörfin fyrir þjónustu af því tagi sem þarna er veitt sífellt að aukast.
Við Helga unnum í þriggja ára áætlun milli funda og síðdegis í dag. Það er nokkuð ljóst að þrátt fyrir einbeittan vilja til framkvæmda þá verðum við að sníða okkur stakk eftir vexti og haga framkvæmdum í samræmi við fjárhagslega getu bæjarins. Þriggja ára áætlun í þessari óvissu sem nú ríkir getur í besta falli sýnt viðleitni og góðan vilja en óvissuþættirnir eru svo yfirþyrmandi eins og stjórnmálaástandið er í dag að áætlanagerð þrjú ár fram í tímann er svo til ógerleg. Við ræddum þetta þónokkuð í morgun, bæjarstjórarnir, ljóst er að forsendur þessara þriggja sveitarfélaga verða settar upp með svipuðum hætti í þriggja ára áætlun.
Sund síðdegis eins og alltaf á miðvikudögum. Nú er Lífshlaupið byrjað svo það verður að taka þetta með trompi eins og annað sem við gerum hér á skrifstofunni.
Annars varð hún Heiða, gjaldkeri, amma í gær þegar Ellen, fyrrv. bæjarfulltrúi, og Guðni eignuðust litla dóttur. Innilega til hamingju með litlu prinsessuna og bestu kveðjur til ykkar allra.
Comments:
Skrifa ummæli