<$BlogRSDUrl$>

5. janúar 2010

Long time, no see ....

Öll góð áform hafa farið út um þúfur þessi jólin. Ekkert bloggað, missti mig í smákökurnar og stórsteikurnar, tók ekki til í skúffunum, raðaði engum myndum í myndaalbúm og borðaði meira að segja brúnaða kartöflu ;-)

Aftur á móti er ég búin að sjá Bjarnfreðarson sem var miklu betri en ég átti von á. Búin að lesa Svörtuloft en Arnaldur klikkar aldrei. Hann er að verða jafn fastur liður í jólahaldinu og hangikjötið! Ég er búin að lesa smásagnasafnið hans Gyrðis sem kom mér líka á óvart. Vissi auðvitað að Gyrðir væri góður penni en það er bara eitthvað við þessar sögur! Fyrir okkur Hvergerðinga eru þær auðvitað ómissandi lesning því margar þeirra gerast hér og það er auðvelt að sjá fyrir sér sögusviðið og jafnvel að kannast við nokkrar sögupersónur. Ég verð hreinlega móðguð fyrir hönd skáldsins ef hann fær ekki bókmenntaverðlaunin í ár. Ég er síðan hálfnuð að lesa ævisögu Vigdísar sem er feikilega góð en væri enn betri ef hún væri svona um það bil 200 blaðsíðum styttri. Ég er hálfnuð með bókina, búin að lesa rúmlega 200 blaðsíður og hún er enn ekki orðin forseti! Í bókinni eru aftur á móti óteljandi gullkorn og einhvern veginn finnst manni eins og hægt sé að verða betri maður að lestri loknum. Hún var frábær forseti sem sameinaði þjóðina svo sannarlega að baki sér. Eiginleiki sem er til eftirbreytni...

Fjölskyldan hittist skrilljón sinnum yfir hátíðarnar eins og ávallt. Aumingja tengdabörnunum í familíunni finnst örugglega alveg nóg um en mikið óskaplega er þetta nú notalegt. Nú erum við öll systkinin búsett hér í Hveragerði svo rúnturinn eftir hádegi á aðfangadag er orðinn langur og þarfnast mikillar skipulagningar. Við heimsækjum nefnilega öll hvert annað á aðfangadag, allur hópurinn í einu, til að taka út jólin ;-)

Annars voru þetta yndisleg rólegheita jól. Laufey og Elli hér um jólin, farið í messu bæði á aðfangadag og um áramót. Hlaupið á milli húsa, spilað og spjallað, alveg eins og þetta á að vera. Áramótin með sama sniði og áður, fullt hús gesta og gríðarlega mikið skotið upp enda margir um hituna!

Milli jóla og nýárs voru útnefndir íþróttamenn ársins í Hveragerði og urðu Hafrún Hálfdánardóttir og Hafsteinn Valdimarsson fyrir valinu. Feikilega flottir íþróttamenn sem eiga titlana svo sannarlega skilið. Það var gaman að sjá hversu gríðarleg meðalhæðin var á tilnefndum íþróttamönnum þetta árið. Ragnar Nathanelsson sem er 2,16 hlaut viðurkenningu auk Hafsteins og Kristjáns Valdimarssona sem eru 2,04 báðir tveir !

Keppni var í gangi um jólin um fallegustu jólaskreytinguna og voru viðurkenningar afhentar milli jóla og nýárs. Verðlaunahafana má sjá í frétt á heimasíðu bæjarins. Bæjarbúar skreyttu hús sín og garða mjög fallega og höfðu gestir bæjarins margir hverjir orð á því hversu fallegar skreytingarnar voru. Auk skreytinga verðlaunahafanna mátti sjá afskaplega fallega skreytt hús á mörgum stöðum og þegar við Albert fórum á rúntinn sáum við til dæmis húsið hjá Gumma Trölla og Siggu. Það fannst okkur smart. Eins hjá Ingibjörgu og Óskari í Bjarkarheiðinni. Hreindýrin í gróðurhúsinu niður í Hraunbæ komu afskaplega fallega út. Húsið við hliðina á Hólaróló í Borgarhrauninu var mjög stílhreint og flott. Gleðileg jól með risastöfum hjá Mörtu og Jóa var flott. Líka húsið hjá Sísi og Smára í Varmahlíðinni. Siggi Tryggva og Gullý eru alltaf með mjög fallegar jólaskreytingar og áfram gæti ég talið. Ekki má síðan gleyma skreytta Fréttablaðskassanum fyrir utan Heiðmörk 57, stórglæsileg skreyting ! ! !
Það var örugglega ekki auðvelt að vera í dómnefndinni þetta árið ;-)

Sölvaballið
var í ár haldið þann 2. janúar en annars er það nú yfirleitt á milli jóla og nýárs. Þetta er klárlega besta ballið í bænum enda reynir maður að missa ekki af því. Þarna hittir maður alla og fólk er svo glatt og ánægt eftir hátíðarnar. Alveg ómissandi!

Annars er vinnan tekin við og í dag undirbjó ég fund bæjarráðs ásamt Helgu en fundarboðið fór út í dag. Einnig vann ég í innkaupreglum fyrir bæinn en að öllu óbreyttu verða þær lagðar fram til samþykktar á næsta fundi bæjarstjórnar.
Fékk heimsókn móður sem var harla óhress með það að dóttir hennar var ásamt fleiri vinkonum skilin eftir að kvöldi til í Reykjavík þar sem hvert sæti í Strætó var setið. Skil fullkomlega gremju foreldranna en það er erfitt að eiga við þetta þar sem farþegar mega ekki standa í Strætó á þjóðvegum landsins. Ef það er fullt þá er fullt og ekki einfalt að bregðast við því. Þetta eru svo til einu kvartanirnar sem ég fæ vegna þjónustu Strætós sem segir mér það að þjónustan mælist vel fyrir og farþegum sé sífellt að fjölga. Við munum skoða vagnastærðir og fyrirkomulag gaumgæfilega í kjölfar þeirra athugasemda sem undanfarið hafa borist. Það er þó rét að brýna það fyrir öllum að ef stórir hópar ætla sér með Strætó þá er yfirleitt betra að láta vita. Sérstaklega á þetta við skóla- og íþróttahópa sem nýta Strætó í síauknum mæli.

Á morgun kveðjum við Hvergerðingar jólin eins og aðrir landsmenn. Hér leggur blysför af stað frá kirkjunni kl. 18, gengið er niður að Fossflöt sem er örstutt og þar er sungið við varðeld og jólin kvödd með jólasveinum, álfum og ætli Grýla slæðist ekki í hópinn líka. Skemmtilegur siður sem við tókum upp í fyrra og mæltist afar vel fyrir. Vona bara að veðrið verði jafnfallegt og það er í kvöld...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet