17. nóvember 2009
Gekk frá þremur minnisblöðum og tillögum til bæjarráðs í morgun. Einu vegna öryggisgæslu hér í Hveragerði en til stendur að setja upp myndavélar við innkeyrslur bæjarins, ennfremur mun bæjarfélagið fara í samstarf við VÍS sem er tryggingafélag okkar varðandi nágrannagæslu en lagt er til að bæjarfélaginu verði skipt upp í fjögur hverfi sem skipuleggi sína nágrannagæslu á sameiginlegum íbúafundum undir styrkri stjóri afbrotafræðings. Einnig verður á bæjarráði lögð fram tillaga um að öll heimili fái körfu og maíspoka til að hafa í eldhúsinu þar sem í er safnað lífrænum úrgangi. Þessu yrði þá dreift um leið og tunnunum í lok mánaðarins. Ræddi við starfsmenn Íslenska gámafélagsins vegna þessa og um leið fékk ég að heyra hversu vel Hvergerðingar taka starfsmönnum félagsins sem nú ganga í hús. Svo til allir taka þeim afar vel og vilja gjarnan fræðast um kerfið en eins og þeir orðuðu það þá eru neikvæðir aðilar í ca. 20. hverju húsi. Þetta eru miklu betri viðbrögð en við þorðum að vonast eftir ;-) Ég setti líka grein í Dagskrána sem fjallar um kerfið og mikilvægi þess að allir taki þátt. Ég vona að fólk gefi sér nokkrar mínútur til að renna yfir hana.
Bæjarráðsfundarboðið sem fór út í dag er ansi þykkt og efnismikið svo það er nóg um að vera. Á fundinum verður einnig lagt til að bærinn leysi til sín nokkrar lóðir í samræmi við samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og Hveragerðisbæjar vegna jarðskjálftans í maí 2008. Þarna er um að ræða hús sem farið hafa í altjón og ekkert útlit er fyrir að verði endurbyggð á sama stað. Til að koma í veg fyrir mikil sár í götumynd bæjarins er mikilvægt að bærinn hafi möguleika á því að leysa eigendur úr þeirri stöðu sem þeir eru í með verðmæti liggjandi í óseljanlegum lóðum og í sumum tilfellum óbyggilegum.
Eftir hádegi hittum við, Guðmundur Baldursson, fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur en við vinnum nú að því að finna leiðir til lausnar á nokkrum málum sem útaf standa í samskiptum bæjarins og OR. Þetta er þungt en hlýtur að hafast á endanum. Meðal annars er unnið að lausn vegna þeirra heimila sem nú eru að tengjast Austurveitunni svokölluðu og ekki fá þá tvöfalt dreifikerfi í sín hús í bráð. Ekki verri lausn tel ég en kallar á kostnað íbúanna sem þeir eru, eðlilega, ekki tilbúnir að bera. Þessar samningaumleitanir hafa nú staðið um nokkra hríð og því er brýnt að lausn finnist hið fyrsta.
Fékk í kvöld heimsókn frá Sigurði dýralækni á Selfossi og sátum við og ræddum málefni presta, kirkjunnar og Bitru en hann verður aðal ræðumaður á aðventukvöldi Hveragerðiskirkju þann 29. nóvember.
Bæjarráðsfundarboðið sem fór út í dag er ansi þykkt og efnismikið svo það er nóg um að vera. Á fundinum verður einnig lagt til að bærinn leysi til sín nokkrar lóðir í samræmi við samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og Hveragerðisbæjar vegna jarðskjálftans í maí 2008. Þarna er um að ræða hús sem farið hafa í altjón og ekkert útlit er fyrir að verði endurbyggð á sama stað. Til að koma í veg fyrir mikil sár í götumynd bæjarins er mikilvægt að bærinn hafi möguleika á því að leysa eigendur úr þeirri stöðu sem þeir eru í með verðmæti liggjandi í óseljanlegum lóðum og í sumum tilfellum óbyggilegum.
Eftir hádegi hittum við, Guðmundur Baldursson, fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur en við vinnum nú að því að finna leiðir til lausnar á nokkrum málum sem útaf standa í samskiptum bæjarins og OR. Þetta er þungt en hlýtur að hafast á endanum. Meðal annars er unnið að lausn vegna þeirra heimila sem nú eru að tengjast Austurveitunni svokölluðu og ekki fá þá tvöfalt dreifikerfi í sín hús í bráð. Ekki verri lausn tel ég en kallar á kostnað íbúanna sem þeir eru, eðlilega, ekki tilbúnir að bera. Þessar samningaumleitanir hafa nú staðið um nokkra hríð og því er brýnt að lausn finnist hið fyrsta.
Fékk í kvöld heimsókn frá Sigurði dýralækni á Selfossi og sátum við og ræddum málefni presta, kirkjunnar og Bitru en hann verður aðal ræðumaður á aðventukvöldi Hveragerðiskirkju þann 29. nóvember.
Comments:
Skrifa ummæli