21. nóvember 2009
Á facebookinu gladdist ég yfir jólaljósunum bæjarins sem kveikt var á í gær, föstudag. Þá fékk ég þetta ljóð sent frá Kristjáni Runólfssyni, Skagfirðingi og skáldi, sem býr hér í Hveragerði. Gullfallegt ljóð sem hann samdi í tilefni ljósanna hér í Hveragerði ...
Kvikna ljúfu ljósin skær,
lýsa upp myrkrið svart,
nú er orðinn bjartur bær,
búinn í jólaskart.
Eins skal lyfta huga hátt,
heims um víðust ból,
hefja bæn á helgri nátt,
halda friðarjól.
Kvikna ljúfu ljósin skær,
lýsa upp myrkrið svart,
nú er orðinn bjartur bær,
búinn í jólaskart.
Eins skal lyfta huga hátt,
heims um víðust ból,
hefja bæn á helgri nátt,
halda friðarjól.
Comments:
Skrifa ummæli