28. október 2009
Í Kastljósi kvöldsins var margt sem vakti áhuga minn. Það er svo sem engin nýbreytni í því enda Kastljósið góður þáttur. En í kvöld var fjallað um "skúffupeninga" ráðherranna í kjölfar hrunsins. Þar grunaði mig strax að Hveragerði kæmi við sögu. Það reyndist rétt en fjármálaráðherra, Árni M. Mathiessen, styrkti Garðyrkju- og blómasýninguna "Blóm í bæ" hér í Hveragerði með 300 þúsund króna framlagi. Mér fannst verra að Helgi Seljan skyldi ekki vita í hvað peningarnir fóru en hann lýsti framlaginu sem "óskýrðu framlagi til Hveragerðisbæjar". Nú er skýringin ljós. Rétt er líka að geta þess að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson, styrkti einnig sýninguna með svipaðri upphæð að því að mig minnir. Garðyrkjan er jú landbúnaður og sýningin gríðarleg auglýsing fyrir þessa atvinnugrein sem ráðamenn þjóðarinnar mæra á hátíðarstundum en gleyma því miður of oft þess á milli. Ég tel að peningum ráðuneytanna hafi verið afar vel varið í þetta skiptið.
Í Kastljósi var einnig flott viðtal við Hjört hennar Möggu "Trölla" sem býr í Þorlákshöfn. Hann er auðvitað Hvergerðingur að hálfu og við eigum smá hluta í honum þess vegna. Skemmtilegur og duglegur íþróttamaður sem sýnir að okkur eru allir vegir færir ef gleði og léttleiki ræður för. Heimsmeistaratitlar í sundi og tuga sekúndna bæting sannar það.
Björn Þorláksson, vinur Valdimars bróður, ræddi síðan við Sigmar um umbreytingu sína í átt til femínisma. Fyrir okkur sem þekkjum Björn var viðtalið stórskemmtilegt og sinnaskiptin mikil. Merkilegt hvað atvinnumissir getur gjörbreytt lífi fólks og í þessu tilfelli greinilega til hins betra.
Í kvöld unnu stelpurnar í körfunni sigur á Haukum í æsispennandi leik. Ég var á sorpfundi og missti því af leiknum en Lalli fór eins og alltaf. Hann var svo reiður yfir dómaranum og gangi leiksins að hann yfirgaf húsið 20 sekúndum áður en leik lauk. Þá voru okkar stelpur tveim stigum undir og allt útlit fyrir tap. Þær unnu aftur á móti með einu stigi og betri helmingurinn er enn að reyna að jafna sig á því að hafa misst af mest spennandi sekúndum leiktímabilsins ;-)
Í Kastljósi var einnig flott viðtal við Hjört hennar Möggu "Trölla" sem býr í Þorlákshöfn. Hann er auðvitað Hvergerðingur að hálfu og við eigum smá hluta í honum þess vegna. Skemmtilegur og duglegur íþróttamaður sem sýnir að okkur eru allir vegir færir ef gleði og léttleiki ræður för. Heimsmeistaratitlar í sundi og tuga sekúndna bæting sannar það.
Björn Þorláksson, vinur Valdimars bróður, ræddi síðan við Sigmar um umbreytingu sína í átt til femínisma. Fyrir okkur sem þekkjum Björn var viðtalið stórskemmtilegt og sinnaskiptin mikil. Merkilegt hvað atvinnumissir getur gjörbreytt lífi fólks og í þessu tilfelli greinilega til hins betra.
Í kvöld unnu stelpurnar í körfunni sigur á Haukum í æsispennandi leik. Ég var á sorpfundi og missti því af leiknum en Lalli fór eins og alltaf. Hann var svo reiður yfir dómaranum og gangi leiksins að hann yfirgaf húsið 20 sekúndum áður en leik lauk. Þá voru okkar stelpur tveim stigum undir og allt útlit fyrir tap. Þær unnu aftur á móti með einu stigi og betri helmingurinn er enn að reyna að jafna sig á því að hafa misst af mest spennandi sekúndum leiktímabilsins ;-)
Comments:
Skrifa ummæli