7. september 2009
Mánudagur ...
Óvanalega mörg símtöl í morgun vegna hinna ýmsu mál en slíkt tekur alltaf dágóðan tíma. Nú í vikunni er fyrsti fundur bæjarstjórnar að afloknu sumarfríi það er reyndar fátt á dagskrá sem er hefðbundið á þessum tíma en í ár hefur einnig verið frekar tíðindalítið í sumar svo ekki bætir það nú úr skák. Meirihlutafundur í kvöld til undirbúnings fundinum á fimmtudag var miklu líflegri en fundarboðið gaf tilefni til. Reyndar eru meirihlutafundir ávallt mjög skemmtilegir enda er hópurinn samhentur og góður. Síðla kvölds var hringt vegna þrýstingsfalls í vatnsveitunni en slíkt er ávallt áhyggjuefni, þá var Árni auðvitað löngu farinn af stað til að gera við dælu sem hafði bilað í vatnsbólinu. Svona úrræðagóðir starfsmenn eru ómetanlegir.
Las á bloggi ágæts Hvergerðings að grátið væri í koddann sinn á hverju kvöldi vegna þess óréttlætis sem felst í landfræðilegri legu landsins og þeirri staðreynd að illa gengur að rækta í görðum suðræna ávexti. Verð því að geta þess að sú sem þetta ritar hefur þegar borðað fjögur kirsuber af trénu sem gróðursett var í vor, reyndar svolítið súr en þar er um að kenna óþolinmæði frekar en nokkru öðru. Hef þó áhyggjur af því að bláberin nái ekki þroska en hef ekki enn gefið upp alla von þar. Bauð síðan fjölskyldunni uppá ein 10 hindber af eigin runna þannig að það er von í suðrænni aldinrækt hér í Hveragerði. Eina blómið á eplatrénu hvarf bara einn daginn þannig að ekkert epli kom þetta árið. Verð verulega fúl ef tréð reynist ekki sjálffrjóvgandi eins og mér var sagt ! ! !
Óvanalega mörg símtöl í morgun vegna hinna ýmsu mál en slíkt tekur alltaf dágóðan tíma. Nú í vikunni er fyrsti fundur bæjarstjórnar að afloknu sumarfríi það er reyndar fátt á dagskrá sem er hefðbundið á þessum tíma en í ár hefur einnig verið frekar tíðindalítið í sumar svo ekki bætir það nú úr skák. Meirihlutafundur í kvöld til undirbúnings fundinum á fimmtudag var miklu líflegri en fundarboðið gaf tilefni til. Reyndar eru meirihlutafundir ávallt mjög skemmtilegir enda er hópurinn samhentur og góður. Síðla kvölds var hringt vegna þrýstingsfalls í vatnsveitunni en slíkt er ávallt áhyggjuefni, þá var Árni auðvitað löngu farinn af stað til að gera við dælu sem hafði bilað í vatnsbólinu. Svona úrræðagóðir starfsmenn eru ómetanlegir.
Las á bloggi ágæts Hvergerðings að grátið væri í koddann sinn á hverju kvöldi vegna þess óréttlætis sem felst í landfræðilegri legu landsins og þeirri staðreynd að illa gengur að rækta í görðum suðræna ávexti. Verð því að geta þess að sú sem þetta ritar hefur þegar borðað fjögur kirsuber af trénu sem gróðursett var í vor, reyndar svolítið súr en þar er um að kenna óþolinmæði frekar en nokkru öðru. Hef þó áhyggjur af því að bláberin nái ekki þroska en hef ekki enn gefið upp alla von þar. Bauð síðan fjölskyldunni uppá ein 10 hindber af eigin runna þannig að það er von í suðrænni aldinrækt hér í Hveragerði. Eina blómið á eplatrénu hvarf bara einn daginn þannig að ekkert epli kom þetta árið. Verð verulega fúl ef tréð reynist ekki sjálffrjóvgandi eins og mér var sagt ! ! !
Comments:
Skrifa ummæli