28. september 2009
Fundaði með Jóhönnu og Elfu vegna stöðu mála í kjallara íþróttahússins. Mikilvægt er að þar sé starfsemin í góðu lagi en hljómsveitir hafa undanfarið komið sér upp aðstöðu í húsnæðinu til æfinga.
Símafundur með meirihlutanum þar sem farið var yfir fundarboð bæjarráðs sem fór út í dag. Kláraði af því tilefni minnisblöð og útreikninga sem tóku mun lengri tíma en ég átti von á.
Átti fund með fagráði Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands vegna fundar sem ég þarf að sækja norður á Akureyri á morgun. Skottúr norður kl. 10 heim kl. 14.
Í kvöld funduðum við Eyþór síðan með Birni Pálssyni og Ingibjörgu Björnsdóttur en þau hafa unnið mjög ítarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar virkjana framkvæmdir við Bitru og Hverahlíð. Við Hvergerðingar höfum sérstakar áhyggjur af Bitru enda virkjunin algjörlega óásættanleg. Umhverfisáhrif þessarar framkvæmdar eru með þeim hætti að við getum aldrei og munum aldrei láta þau yfir okkur ganga. Það er alveg ljóst að mengun hefur nú þegar aukist til muna hér í bænum vegna virkjana við Hverahlíð, Hellisheiði og Nesjavelli og við munum ekki sætta okkur við virkjun sem auka mun þá mengun til mikilla muna. Við ætlum okkur ekki að verða tilraunadýr í tilrauninni um það hversu vel mannslíkaminn þolir brennisteinsvetni og önnur eiturefni sem finnast í jarðgufu sem sótt er af jafn miklu dýpi og hér er lagt upp með. Ef hér á að virkja þá þarf fyrst að setja upp hreinsibúnað á núverandi virkjanir og sýna að hann virki áður en áfram er haldið. Allt annað er óásættanlegt enda trúi ég því ekki að nokkrum detti slíkt til hugar. Allt um málið inná www.hengill.nu
Símafundur með meirihlutanum þar sem farið var yfir fundarboð bæjarráðs sem fór út í dag. Kláraði af því tilefni minnisblöð og útreikninga sem tóku mun lengri tíma en ég átti von á.
Átti fund með fagráði Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands vegna fundar sem ég þarf að sækja norður á Akureyri á morgun. Skottúr norður kl. 10 heim kl. 14.
Í kvöld funduðum við Eyþór síðan með Birni Pálssyni og Ingibjörgu Björnsdóttur en þau hafa unnið mjög ítarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar virkjana framkvæmdir við Bitru og Hverahlíð. Við Hvergerðingar höfum sérstakar áhyggjur af Bitru enda virkjunin algjörlega óásættanleg. Umhverfisáhrif þessarar framkvæmdar eru með þeim hætti að við getum aldrei og munum aldrei láta þau yfir okkur ganga. Það er alveg ljóst að mengun hefur nú þegar aukist til muna hér í bænum vegna virkjana við Hverahlíð, Hellisheiði og Nesjavelli og við munum ekki sætta okkur við virkjun sem auka mun þá mengun til mikilla muna. Við ætlum okkur ekki að verða tilraunadýr í tilrauninni um það hversu vel mannslíkaminn þolir brennisteinsvetni og önnur eiturefni sem finnast í jarðgufu sem sótt er af jafn miklu dýpi og hér er lagt upp með. Ef hér á að virkja þá þarf fyrst að setja upp hreinsibúnað á núverandi virkjanir og sýna að hann virki áður en áfram er haldið. Allt annað er óásættanlegt enda trúi ég því ekki að nokkrum detti slíkt til hugar. Allt um málið inná www.hengill.nu
Comments:
Skrifa ummæli