<$BlogRSDUrl$>

10. ágúst 2009

Upphaf vinnuviku

Í upphafi vinnuvikunnar fer alltaf meiri tími en ella í að fara yfir tölvupósta og svara þeim. En þessir dagar núna í sumar eru búnir að vera frekar rólegir þar sem samfélagið allt virðist á hálfum afköstum vegna sumarfría. Hef iðulega viðrað þá skoðun að skoða bæri sameiginlegt sumarfrí landsmanna (fællesferie) eins og tíðkast víða erlendis. Þá slokknar meira og minna á heilu samfélögunum í einn mánuð en þau eru ekki hálflömuð í eina þrjá eins og hér er!

Síðan byrjaði ég á svari til Samgönguráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru sem ráðuneytinu barst vegna ráðninga deilarstjóra við Grunnskólann. Nú eru þeir sem vinna þurfa svarið með mér að skila sér úr sumarfríi og því ágætt að klára þetta eins fljótt og auðið er. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bærinn sendir umsögn vegna kærumála til ráðuneytisins en við höfum enn sem komið er ekki fengið miklar skammir fyrir stjórnsýsluna. Vona að sú verði heldur ekki raunin í þetta skipti. Það er aftur á móti sjálfsagt að þeir sem telja á sér brotið leiti réttar síns með þessum hætti en þetta er leið sem er opin öllum og einföld fyrir þá sem vilja nýta sér þennan möguleika.
---------------------------
Setti fréttir og tilkynningar á heimasíðu bæjarins meðal annars um Manndrápshverinn sem skyndilega hefur gengið í endurnýjun lífdaga. Hér má sjá myndband þar sem hann þenur sig kröftulega fyrir myndatökumanninn. Set þessa gömlu mynd af hverasvæðinu ykkur til skemmtunar en síðan hún var tekin er búið að gera manir, laga göngustíga og snurfusa svæðið enn frekar.
---------------------------
Eftir hádegi komu aðilar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í heimsókn en þar á bæ er nú unnið að sóknaráætlun fyrir Ísland 20/20 á vegum ríkisstjórnarinnar. Svaraði ég þónokkrum spurningum varðandi framtíðarhorfur, ástæður hrunsins og almennt um möguleika íslenskrar þjóðar. Þetta varð hið skemmtilegasta spjall þar sem ég gat látið gamminn geisa undir friðhelgi nafnleyndarinnar. Skemmti mér vel við það. Fann aftur á móti vel hvernig Hreiðurs genin espuðust upp við umræðurnar. Hreiðurs fólkið er nefnilega íhaldssamt með afbrigðum og virðir gamlar dyggðir jafnvel alltof lengi að því að mörgum finnst. En ég held nú samt að snillingarnir sem komu okkur í þessa stöðu hefðu gott af góðum skammti af Hreiðurs innrætingu ;-)

Annars hef ég heilmikla trú á Íslendingum og þrautsegjunni sem býr í fólkinu í landinu. Held að við komum til með að spjara okkur takk ágætlega þrátt fyrir allt.
Við sem þjóð megum alls ekki missa sjónar á öllu því góða sem okkur er gefið í þessu landi og eitt af því besta er fólkið, fámennið, tengslin og samstaðan. Í smábæ eins og Hveragerði gefst okkur besta tækifærið til að hlúa einmitt að þessu. Hér eigum við að búa til vinalegasta bæinn á landinu og þó víðar væri leitað. Það er svo einfalt og við erum á góðri leið. Mér var til dæmis bent á það um daginn hvað það væri sérstakt að hér heilsast allir á förnum vegi. Þetta er ekki sjálfgefið en er eitthvað sem við sem eldri erum eigum að kenna börnunum því þetta er svo jákvætt og gott. Blómstrandi dagar eru núna í undirbúningi og þá gefst okkur gott tækifæri til að efla samskiptin og eiga góðar stundir með nágrönnum, fjölskyldu og vinum. Skreytingarnar í bænum hafa vakið upp bæði skemmtun og aukið samheldni og ég hef grun um að nú muni taka út yfir allan þjófabálk í þeim efnum. Jóhanna Hjartar er á fullu við að undirbúa dagskrána og við fórum yfir hana í dag. Það er enginn kreppubragur á henni en samt haldið vel utan um alla hluti og mikið gert úr litlu. Með samstilltu átaki allra verður ein flottasta bæjarhátíð landsins haldin hér í Hveragerði síðustu helgina í ágúst.
------------------

Fór í gönguferð með Svövu í kvöld og röltum við meðal annars í gegnum Drullusundið þar sem við litum á Geirlandsholuna sem Guðmundur Baldursson hefur miklar áhyggjur af. Hún er farin að gjósa ansi kröftuglega en ákveðin hætta er á að hún brjóti úr sér steypu sem sett var í hana fyrir nokkrum árum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Spurningin er hvort við neyðumst til að steypa í hana aftur og það frekar fyrr en seinna? Guðmundur tók þessa fínu mynd af holunni góðu í dag.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet