25. ágúst 2009
Ég er ekki hætt að blogga ef einhver skyldi halda það heldur er ég í sérstöku átaki sem felst í því að fara fyrr að sofa á kvöldin! Það veldur því að enginn tími gefst til að setja færslur á þessa ágætu síðu. Það er leiðinleg aukaverkun á annars metnaðarfullu markmiði. Annars er líf manns alltaf fullt af góðum markmiðum og mikið væri nú lífið notalegt ef maður næði þó ekki væri nema helmingnum af þeim ;-)
Annars sat ég í kvöld og lagaði til leiðbeiningar fyrir vettvangsstjórn og starfsmenn Hveragerðisbæjar um viðbrögð vegna svínaflensunnar. Er búin að boða til forstöðumannafundar á fimmtudagsmorgun þar sem plaggið verður kynnt og almennt farið yfir viðbrögð bæjarfélagsins skapist neyðarástand vegna flensunnar. Óskar Reykdalsson, trúnaðarlæknir bæjarins og sóttvarnalæknir okkar Árnesinga mun einnig mæta á fundinn og fara yfir stöðuna eins og hún er í dag, viðbrögð og varnir. Það er hætt við að flensan fari á fullan skrið núna eftir alla mannfagnaði síðustu helgar og ekki síður þegar skólarnir byrja.
Grunnskólinn var settur í gær og voru það eftirvæntingarfull börn sem lögðu leið sína í skólann þann dag. Mér heyrist skólastarfið fara vel af stað en heldur hefur nemendum fækkað á milli ára frekar en hitt. Börnum á leikskóla hefur aftur á móti fjölgað þannig að þrátt fyrir að vel flest börn sem náð hafa 18 mánaða aldri og sótt var um fyrir á réttum tíma séu komin inn á leikskóla þá lenda nokkur á biðlista strax í haust. Við þurfum að leggja höfuð í bleyti til að finna lausn á þeim málum.
Er búin að vera í samskiptum við Strætó undanfarið vegna almenningssamgangna milli Hveragerðis, Árborgar og Reykjavíkur. Það er alltaf hægt að gera betur í þeim efnum og brýnt að skoða alla fleti sem ekki leiða til beinna útgjalda fyrir bæinn....
Annars sat ég í kvöld og lagaði til leiðbeiningar fyrir vettvangsstjórn og starfsmenn Hveragerðisbæjar um viðbrögð vegna svínaflensunnar. Er búin að boða til forstöðumannafundar á fimmtudagsmorgun þar sem plaggið verður kynnt og almennt farið yfir viðbrögð bæjarfélagsins skapist neyðarástand vegna flensunnar. Óskar Reykdalsson, trúnaðarlæknir bæjarins og sóttvarnalæknir okkar Árnesinga mun einnig mæta á fundinn og fara yfir stöðuna eins og hún er í dag, viðbrögð og varnir. Það er hætt við að flensan fari á fullan skrið núna eftir alla mannfagnaði síðustu helgar og ekki síður þegar skólarnir byrja.
Grunnskólinn var settur í gær og voru það eftirvæntingarfull börn sem lögðu leið sína í skólann þann dag. Mér heyrist skólastarfið fara vel af stað en heldur hefur nemendum fækkað á milli ára frekar en hitt. Börnum á leikskóla hefur aftur á móti fjölgað þannig að þrátt fyrir að vel flest börn sem náð hafa 18 mánaða aldri og sótt var um fyrir á réttum tíma séu komin inn á leikskóla þá lenda nokkur á biðlista strax í haust. Við þurfum að leggja höfuð í bleyti til að finna lausn á þeim málum.
Er búin að vera í samskiptum við Strætó undanfarið vegna almenningssamgangna milli Hveragerðis, Árborgar og Reykjavíkur. Það er alltaf hægt að gera betur í þeim efnum og brýnt að skoða alla fleti sem ekki leiða til beinna útgjalda fyrir bæinn....
Comments:
Skrifa ummæli