18. maí 2009
Mikið um að vera á mánudegi
Í morgun var útikennslustofa undir Hamrinum vígð við afar hátíðlega og skemmtilega athöfn. Flestir nemendur 1.- 6. bekkjar voru mættir til að vera viðstaddir athöfnina í miklu blíðskaparveðri. Guðjón Árnason, handmenntakennari lýsti verkefninu, Eyþór H. Ólafsson, formaður bæjarráðs og Skógræktarfélagsins vígði stofuna formlega og sr. Jón Ragnarson blessaði það starf sem þarna mun fara fram.
Í lokin var svo tekið lagið svo glumdi í Hamrinum. Ég efast ekki um að útikennslustofan mun verða skemmtileg viðbót við skólastarfið í Grunnskólanum.
Hér má sjá frétt og nokkrar myndir á www.sunnlendingur.is
------------------------------------------
Fundarboð fyrir fund bæjarráðs sem haldinn verður að morgni miðvikudags fór út í dag. Þar fóru m.a. út minnisblöð vegna nokkurra mála sem fjallað verður nánar um á fundinum. Meðal annars um sölu félagslegrar íbúðar og sölu á Lækjarbrún 9 sem hýsir núna dagdvölina. Einnig er í farvatninu að boða til málþings um nýsköpun og sóknarfæri í atvinnulífinu í næstu viku, nánar tiltekið á þriðjudagskvöldið. Hvet alla áhugasama til að taka það kvöld frá.
------------------------------
Hitti Guðjón skólastjóra og fórum við yfir aðhaldsaðgerðir i grunnskólanum. Nokkuð ljóst er að grípa þarf til aðgerða sem þó verða vonandi einungis tímabundnar. Í fyrramálið mun ég hitta alla stjórnendur bæjarins á fundi þar sem við förum betur yfir þessi mál og fleiri sem brenna á hópnum.
------------------------------
Pétur Hjaltason sem er sparisjóðsstjóri í Sparisjóð Suðurlands leit hér við í dag. Hann færði mér ársreikning Sparisjóðsins sem sýnir að Sparisjóðir eins og flestir aðrir eru núna að tapa fé.
-----------------------------+
Ég og Elfa hittum fulltrúa úr hópnum Handverk og hugvit undir Hamri síðdegis. Þar kynntu þeir fyrir okkur það starf sem fyrirhugað er í Breiðumörk 24 í sumar en lifandi handverkshús verður starfrækt þar þá mánuði sem skólinn er ekki að nota húsið. Mjög spennandi verkefni sem er drifið áfram að miklum eldhugum sem hafa brennandi áhuga á að láta gott af sér leiða.
Í mörgum sveitarfélögum er talað um að skólahúsnæði sé illa nýtt. Það verður seint hægt að halda því fram hér í Hveragerði. Félagsmiðstöðin rekin í skólanum eftir að honum lýkur á daginn. Handverkshús að opna í handmenntahúsinu, Veraldarvinir munu gista í gamla barnaskólanum í sumar og eldri borgarar hafa nýtt handmenntahúsið í vetur fyrir hluta af sínu félagstarfi. Svona á þetta líka að vera, því þrátt fyrir að álag á eignirnar verði meira þá er sveitarfélagið að nýta fjárfestingu sína svo miklu miklu betur en annars væri.
---------------------------
Í dag gekk Jóhanna, menningar- og frístundafulltrúi, frá bæklingnum sem innheldur upplýsingar um sumarnámskeiðin sem í boði eru fyrir börn og ungmenni hér í bæ. Hann er mjög litríkur og flottur og það er óhætt að segja að fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir þennan hóp í sumar. Held mér sé óhætt að segja að aldrei hefur verið jafn mikið úrval námskeiða og afþreyingar í boði eins og nú er.
---------------------------
Dagurinn endaði með sundleikfimi kellum á Selfossi þar sem glaðst var í góðra vina hópi yfir góðum veitingum. Þetta er svo skemmtilegur félagsskapur að ég reyni að missa ekki af neinum hitting hvort sem er í lauginni eða utan hennar!
--------------------------------
Stundum er tilveran svo skrýtin. Við komumst í blöðin bæjarstjórnin fyrir að heimila ekki uppsetningu Fréttablaðskassa í bæjarfélaginu á síðasta ári. En svo bregðast krosstré sem önnur og á síðasta fundi bæjarráðs voru þessi kassar heimilaðir með semingi þó. Hvað sé ég síðan að komið er upp á ljósastaur beint fyrir utan Heiðmörk 57 nema Fréttablaðskassi ! ! Ætli sé verið að gera at í manni?
Vil að lokum benda á að meðfylgjandi mynd er EKKI tekin í Heiðmörkinni, svona eyðilegt umhverfi held ég að finnist bara ekki í Hveragerði!
Í morgun var útikennslustofa undir Hamrinum vígð við afar hátíðlega og skemmtilega athöfn. Flestir nemendur 1.- 6. bekkjar voru mættir til að vera viðstaddir athöfnina í miklu blíðskaparveðri. Guðjón Árnason, handmenntakennari lýsti verkefninu, Eyþór H. Ólafsson, formaður bæjarráðs og Skógræktarfélagsins vígði stofuna formlega og sr. Jón Ragnarson blessaði það starf sem þarna mun fara fram.
Í lokin var svo tekið lagið svo glumdi í Hamrinum. Ég efast ekki um að útikennslustofan mun verða skemmtileg viðbót við skólastarfið í Grunnskólanum.
Hér má sjá frétt og nokkrar myndir á www.sunnlendingur.is
------------------------------------------
Fundarboð fyrir fund bæjarráðs sem haldinn verður að morgni miðvikudags fór út í dag. Þar fóru m.a. út minnisblöð vegna nokkurra mála sem fjallað verður nánar um á fundinum. Meðal annars um sölu félagslegrar íbúðar og sölu á Lækjarbrún 9 sem hýsir núna dagdvölina. Einnig er í farvatninu að boða til málþings um nýsköpun og sóknarfæri í atvinnulífinu í næstu viku, nánar tiltekið á þriðjudagskvöldið. Hvet alla áhugasama til að taka það kvöld frá.
------------------------------
Hitti Guðjón skólastjóra og fórum við yfir aðhaldsaðgerðir i grunnskólanum. Nokkuð ljóst er að grípa þarf til aðgerða sem þó verða vonandi einungis tímabundnar. Í fyrramálið mun ég hitta alla stjórnendur bæjarins á fundi þar sem við förum betur yfir þessi mál og fleiri sem brenna á hópnum.
------------------------------
Pétur Hjaltason sem er sparisjóðsstjóri í Sparisjóð Suðurlands leit hér við í dag. Hann færði mér ársreikning Sparisjóðsins sem sýnir að Sparisjóðir eins og flestir aðrir eru núna að tapa fé.
-----------------------------+
Ég og Elfa hittum fulltrúa úr hópnum Handverk og hugvit undir Hamri síðdegis. Þar kynntu þeir fyrir okkur það starf sem fyrirhugað er í Breiðumörk 24 í sumar en lifandi handverkshús verður starfrækt þar þá mánuði sem skólinn er ekki að nota húsið. Mjög spennandi verkefni sem er drifið áfram að miklum eldhugum sem hafa brennandi áhuga á að láta gott af sér leiða.
Í mörgum sveitarfélögum er talað um að skólahúsnæði sé illa nýtt. Það verður seint hægt að halda því fram hér í Hveragerði. Félagsmiðstöðin rekin í skólanum eftir að honum lýkur á daginn. Handverkshús að opna í handmenntahúsinu, Veraldarvinir munu gista í gamla barnaskólanum í sumar og eldri borgarar hafa nýtt handmenntahúsið í vetur fyrir hluta af sínu félagstarfi. Svona á þetta líka að vera, því þrátt fyrir að álag á eignirnar verði meira þá er sveitarfélagið að nýta fjárfestingu sína svo miklu miklu betur en annars væri.
---------------------------
Í dag gekk Jóhanna, menningar- og frístundafulltrúi, frá bæklingnum sem innheldur upplýsingar um sumarnámskeiðin sem í boði eru fyrir börn og ungmenni hér í bæ. Hann er mjög litríkur og flottur og það er óhætt að segja að fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir þennan hóp í sumar. Held mér sé óhætt að segja að aldrei hefur verið jafn mikið úrval námskeiða og afþreyingar í boði eins og nú er.
---------------------------
Dagurinn endaði með sundleikfimi kellum á Selfossi þar sem glaðst var í góðra vina hópi yfir góðum veitingum. Þetta er svo skemmtilegur félagsskapur að ég reyni að missa ekki af neinum hitting hvort sem er í lauginni eða utan hennar!
--------------------------------
Stundum er tilveran svo skrýtin. Við komumst í blöðin bæjarstjórnin fyrir að heimila ekki uppsetningu Fréttablaðskassa í bæjarfélaginu á síðasta ári. En svo bregðast krosstré sem önnur og á síðasta fundi bæjarráðs voru þessi kassar heimilaðir með semingi þó. Hvað sé ég síðan að komið er upp á ljósastaur beint fyrir utan Heiðmörk 57 nema Fréttablaðskassi ! ! Ætli sé verið að gera at í manni?
Vil að lokum benda á að meðfylgjandi mynd er EKKI tekin í Heiðmörkinni, svona eyðilegt umhverfi held ég að finnist bara ekki í Hveragerði!
Comments:
Skrifa ummæli