29. maí 2009
Föstudagur
Í ár er nákvæmlega ár liðið frá stóra skjálftanum. Mogginn gerði þessum degi góð skil í afar góðum viðtölum og með stórbrotnum myndum. Myndin á forsíðunni minnti helst á sprenguárásir erlendis en þar gat að líta mynda af því þegar verið var að rífa Fagrahvamm sem er elsta garðyrkjustöð bæjarins. Þyngra en tárum taki....
Furðuleg tilviljun að skjálftahrinuna í Grindavík skuli akkúrat bera uppá þennan dag. Ætli þetta sé álagadagur?
Tvö viðtöl í morgun sem bæði tengjast jarðskjálftanum með einum eða öðrum hætti þannig að vinnan vegna hans er enn í gangi og ekki nærri lokið.
Tveir fundir í Reykjavík, annars vegar með samráðshópi Utanríkisráðuneytisins um EES samninginn (núna ræðum við þó meira um ESB aðild) og hins vegar fundur sveitarstjórnarráðs með Bjarna Ben og Þorgerði. Farið var yfir landslagið í pólitíkinni og þær horfur sem flokkurinn hefur til framtíðar litið. Fólkið var bjartsýnt og baráttuglatt og það skiptir mestu í svona vinnu.
Smá ábending í lokin:
Það er algjörlega óþolandi að hækkun á áfengi, tóbaki og bensíni hækki lán einstaklinga og fyrirtækja í þessu landi. Nú þarf að endurreikna grunninn sem vísitala neysluverðs byggir á. Það getur Hagstofan gert á morgun ef vilji er fyrir hendi. Helst á auðvitað að taka út liði sem fólk nýtir ekki lengur eins og utanlandsferðir. Einnig er fáránlegt að hækkun á áfengi og tóbaki skuli hækka skuldir heimilanna. Það átti að endurreikna vísitöluna fyrir löngu en nú er það klárlega tímabært. Auk þessa á að fella niður ákveðna prósentu af öllum skuldum í landinu. Þanngi myndu hjól atvinnulífs og hagvaxtar mögulega hreyfst á ný. Með sama áframhaldi ryðga þessi hjól endanlgea föst. Við viljum ekki láta slíkt gerast.
Hörku afmælisveisla hjá Eyþóri í kvöld. Til hamingju með árin öll ...
Í ár er nákvæmlega ár liðið frá stóra skjálftanum. Mogginn gerði þessum degi góð skil í afar góðum viðtölum og með stórbrotnum myndum. Myndin á forsíðunni minnti helst á sprenguárásir erlendis en þar gat að líta mynda af því þegar verið var að rífa Fagrahvamm sem er elsta garðyrkjustöð bæjarins. Þyngra en tárum taki....
Furðuleg tilviljun að skjálftahrinuna í Grindavík skuli akkúrat bera uppá þennan dag. Ætli þetta sé álagadagur?
Tvö viðtöl í morgun sem bæði tengjast jarðskjálftanum með einum eða öðrum hætti þannig að vinnan vegna hans er enn í gangi og ekki nærri lokið.
Tveir fundir í Reykjavík, annars vegar með samráðshópi Utanríkisráðuneytisins um EES samninginn (núna ræðum við þó meira um ESB aðild) og hins vegar fundur sveitarstjórnarráðs með Bjarna Ben og Þorgerði. Farið var yfir landslagið í pólitíkinni og þær horfur sem flokkurinn hefur til framtíðar litið. Fólkið var bjartsýnt og baráttuglatt og það skiptir mestu í svona vinnu.
Smá ábending í lokin:
Það er algjörlega óþolandi að hækkun á áfengi, tóbaki og bensíni hækki lán einstaklinga og fyrirtækja í þessu landi. Nú þarf að endurreikna grunninn sem vísitala neysluverðs byggir á. Það getur Hagstofan gert á morgun ef vilji er fyrir hendi. Helst á auðvitað að taka út liði sem fólk nýtir ekki lengur eins og utanlandsferðir. Einnig er fáránlegt að hækkun á áfengi og tóbaki skuli hækka skuldir heimilanna. Það átti að endurreikna vísitöluna fyrir löngu en nú er það klárlega tímabært. Auk þessa á að fella niður ákveðna prósentu af öllum skuldum í landinu. Þanngi myndu hjól atvinnulífs og hagvaxtar mögulega hreyfst á ný. Með sama áframhaldi ryðga þessi hjól endanlgea föst. Við viljum ekki láta slíkt gerast.
Hörku afmælisveisla hjá Eyþóri í kvöld. Til hamingju með árin öll ...
Comments:
Skrifa ummæli