5. maí 2009
Heimsótti leikskólann Óskaland í morgun og hitti Gunnvöru og Guðlaugu sem þar stýra starfi. Fórum yfir launaliði nú í aðdraganda endurskoðunar fjárhagsáætlunar en það er fátt mikilvægara en að halda þeim í skefjum í öllum stofnunum bæjarins. Litum einnig yfir stöðu biðlistans en þar þarf að halda vel á spöðunum ef við ætlum að standa við vilyrði um að 18 mánaða börn séu ekki á listanum nema í sem allra skemmstan tíma. Margir héldu að kreppan yrði til þess að foreldrar styttu dvalartíma barna á leikskólum en slíkt hefur alls ekki orðið raunin nema að síður sé.
Síðdegis fór ég á stofnfund starfsendurhæfingar Suðurlands en Hveragerðisbær er einn stofnaðila. Tilgangur starfseminnar verður að aðstoða fólk sem lendir utan vinnumarkaðar um lengri eða skemmri tíma vegna t.d. sjúkdóma, félagslegra aðstæðna eða annarra hluta, auka möguleika á endurkomu til vinnu og jafnframt bæta lífsgæði og endurnýja starfsþrek.
Lögð verður áhersla á að endurhæfingin fari sem mest fram í heimabyggð þeirra sem hennar njóta og að fjölbreyttur hópur komi að málum, s.s. heilbrigðiskerfið, mennta-og fræðslukerfið, félagsþjónusta og fleiri aðilar. María Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri, hefur verið í þriggja manna undirbúningshópi að stofnun starfsendurhæfingar og greinilegt að þar hefur verið unnið mikið og gott starf. Hún var einnig kjörin nýja stjórn svo framhald starfseminnar er í góðum höndum.
Evrópusambandsumræðan er fyrirferðarmikil þessa dagana og fólk farið að skipa sér í fylkingar með eða á móti. Ég hef ávallt verið á móti aðild og ekkert það hefur komið fram að undanförnu sem breytir þeirri skoðun minni. Því gladdi það mitt litla hjarta að lesa þennan góða pistil um stöðu landa gagnvart Evrópusambandinu og hvernig hvatt er til þátttöku í klúbbnum og ekki síður hvað gerist þegar við erum búin að ganga inn.
Síðdegis fór ég á stofnfund starfsendurhæfingar Suðurlands en Hveragerðisbær er einn stofnaðila. Tilgangur starfseminnar verður að aðstoða fólk sem lendir utan vinnumarkaðar um lengri eða skemmri tíma vegna t.d. sjúkdóma, félagslegra aðstæðna eða annarra hluta, auka möguleika á endurkomu til vinnu og jafnframt bæta lífsgæði og endurnýja starfsþrek.
Lögð verður áhersla á að endurhæfingin fari sem mest fram í heimabyggð þeirra sem hennar njóta og að fjölbreyttur hópur komi að málum, s.s. heilbrigðiskerfið, mennta-og fræðslukerfið, félagsþjónusta og fleiri aðilar. María Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri, hefur verið í þriggja manna undirbúningshópi að stofnun starfsendurhæfingar og greinilegt að þar hefur verið unnið mikið og gott starf. Hún var einnig kjörin nýja stjórn svo framhald starfseminnar er í góðum höndum.
Evrópusambandsumræðan er fyrirferðarmikil þessa dagana og fólk farið að skipa sér í fylkingar með eða á móti. Ég hef ávallt verið á móti aðild og ekkert það hefur komið fram að undanförnu sem breytir þeirri skoðun minni. Því gladdi það mitt litla hjarta að lesa þennan góða pistil um stöðu landa gagnvart Evrópusambandinu og hvernig hvatt er til þátttöku í klúbbnum og ekki síður hvað gerist þegar við erum búin að ganga inn.
Comments:
Skrifa ummæli