<$BlogRSDUrl$>

13. mars 2009

Gróðurskemmdir af völdum virkjunar ...

Mér datt til hugar að gefa örlítið sýnishorn af því hvernig hægt er að stilla hlutum upp með mismunandi hætti í fréttum og gefa þannig nokkuð breytta mynd af því sem til umfjöllunar er. Orkuveita Reykjavíkur hefur látið vinna skýrslu um áhrif Hellisheiðarvirkjunar á mosa og gróður í kringum virkjunina.

Fréttatilkynning um skýrsluna sem OR sendi frá sér hefst með þessum hætti:

10.3.2009 Vísindaleg rannsókn leiðir í ljós að ekki er unnt að fullyrða með óyggjandi hætti að brennisteinsvetni sé að drepa mosa næst Hellisheiðarvirkjun. Vísbendingar eru þó um að það eigi þátt í mosaskemmdum í allt að 700 metra fjarlægð frá stöðvarhúsinu. Ekki er vitað um þolmörk mosa fyrir brennisteini. Í rannsókn, sem Orkuveita Reykjavíkur kallaði eftir, voru tekin sýni við þrjár jarðgufuvirkjanir á Suðvesturlandi og í Bláfjöllum, þar sem svipaðar mosaskemmdir voru greinilegar, en talið víst að áhrifa jarðhitanýtingar gætti ekki. Vísindamenn treysta sér ekki til að draga afgerandi ályktanir af þeim gögnum sem fyrir liggja um að efna- og umhverfisálag valdi meiri rofskemmdum á Hellisheiði en í Bláfjöllum og mæla með frekari rannsóknum.
Hér má lesa fréttatilkynningu Orkuveitunnar í heild sinni.

Í skýrslu vísindamannanna Dr. Árna Bragasonar jurðaerfðafræðings og Evu Yngvadóttur efnaverkfræðings kemur eftirfarandi fram í niðurstöðu kafla skýrslunnar:

Áhrif frá jarðavarmavirkjun á Hellisheiði eru sýnileg og mælanleg í mosa. Greinilegar
skemmdir eru sýnilegar á mosa í nánasta umhverfi virkjunarinnar (< 700 m) að hluta
til vegna náttúrulegs rofs og hluta vegna áhrifa frá virkjuninni. Styrkur brennisteins og kvikasilfurs hækkar fyrstu 700 m en lækkar síðan eftir það í réttu hlutfalli við fjarlægð. Í um 1500 m fjarlægð frá stöðvarhúsi til SV, við Suðurlandsveg, er styrkur brennisteins enn nokkuð hærri miðað við mældan styrk í Bláfjöllum sem bendir til að áhrifa frá útblæstri frá stöðvarhúsi gæti ennþá í þessari fjarlægð. Hins vegar benda þær skemmdir sem eru sýnilegar í mosanum á þessum stað ekki til neinna efnaskemmda þar sem enginn dauður mosi er sjáanlegur heldur virðast hér vera á ferð rofskemmdir af völdum veðráttu.

Ég er enn að velta fyrir mér hvað hugsanlega gæti valdið skemmdum á mosa og gróðri í kringum virkjunina annað en virkjunin sjálf?

Efnainnihald jarðgufunnar á Hellisheiði og í Bitru er með allt öðrum og meira mengandi hætti en á öðrum virkjunarsvæðum hér í grennd. Það er ekki útaf engu sem við berjumst gegn Bitru sem er í snaggaralegu göngufæri frá Hveragerði. Ég get aftur á móti alveg skilið að það sé erfitt fyrir marga að skilja okkar sjónarmið því aldrei áður hefur nokkrum dottið til hugar að setja niður virkjun svo til við bæjardyr stórs þéttbýliskjarna. Það veldur ágreiningi að því tagi sem fólk á ekki að venjast. Við Hvergerðingar megum síðan þola fullkomið skilningsleysi margra við okkar sjónarmið og hin undarlegustu rök eru dregin fram. Vinsælt er til dæmis að minnast á Grindavík í þessu samhengi. Því er rétt að geta þess að í jarðsjónum sem þar er virkjaður er svo til ekki hægt að finna brennisteinsvetni eða önnur þau efnasambönd sem eitruðust eru í Bitru.
---------------------------
Bæjarstjórnarfundur í dag og að honum loknum fór ég að sjá leik með kvennaliði Hamars þar sem þær öttu kappi við Haukana í öðrum leik undanúrslitanna í Íslandsmótinu. Sigruðu okkar stelpur nokkuð örugglega svo nú er jafnt í viðureigninni 1-1. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitin. Þetta er því heilmikið álaga á stelpurnar en mikið óskaplega standa þær sig vel.

Strax eftir leikinn fórum við Tim uppí Laugaskarð þar sem sunddeild Hamars stóð fyrir Guðlaugssundi. Syntu 2 og jafnvel 3 á hverri braut og þónokkrir ætluðu að synda alla 6 kílómetrana. Aðrir höfðu myndað lið og deildu sundinu bróðurlega á milli sín. Stemningin var firnagóð og afskaplega fallegt að líta yfir iðandi laugina í kvöldmyrkrinu. Ég reyndi síðan að útskýra fyrir Tim afrek Guðlaugs en mér varð eiginlega orða vant þegar ég fann að þetta var í hans augum algjörlega óskiljanlegt. Enda hvernig er hægt að skilja það að hægt sé að synda 6 kílómetra í jökulköldum sjó, ná landi en þó ekki, synda aftur á haf út áður en gengið var á land. Ganga berfættur yfir úfið hraun, brjóta þykkan ís til að ná í vatn áður en loks var komið til byggða heill á húfi. Þetta er vafalaust mesta afrek sem nokkur Íslendingur hefur unnið og held ég að þjóðin sé alltaf að gera sér betur grein fyrir því.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet