16. mars 2009
Fréttir, jarðskjálftar og fleira ...
Nýi fréttavefurinn hér á Suðurlandi sunnlendingur.is er að slá í gegn og greinilegt að Kristján Kristjáns sem heldur síðunni úti er að gera góða hluti. En auðvitað þarf að senda honum eins og öðrum fréttamönnum ábendingar um það sem er að gerast svo hægt sé að hafa puttann á púlsinum.
Ég, Elfa og Guðmundur heimsóttum jarðskjálftamiðstöðina á Selfossi í dag. Skoðuðum aðstöðuna sem er hin glæsilegasta en síðan var farið yfir helstu niðurstöður varðandi áraun á byggingar vegna jarðskjálftans í maí. Ótrúlegur munur er á áhrifunum jafnvel milli hverfa í Hveragerði. Í afar stuttu máli virðist hverasvæðið í miðbænum virka eins og dempari og því gætir áhrifa skjálftans minna þar í kring en annars staðar í bænum. Þetta er þveröfugt við það sem ég hefði haldið. Væntanlega verða niðurstöðurnar birtar þegar rannsóknum er að fullu lokið.
Náði í sund með góðum hópi kvenna sem er ómissandi tvisvar í viku og síðan var meirihlutafundur venju samkvæmt í kvöld. Dágóður tími fór í að ræða niðurstöðu prófkjörsins og starfið sem framundan er. Það gæti sett dempara á starfsgleðina að Árnessýsla á engan fulltrúa ofarlega á lista...
Annars var farið austur að Kirkjubæjarklaustri um helgina þar sem Kjörís hélt árshátíð sína. Áfangastaðurinn var Hótel Laki í Landbroti sem er rekið af miklum myndarskap af fjölskyldunni í Efri Vík. Þarna hefur risið hótel sem sóma myndi sér vel í hvaða stórborg sem er, herbergi og salarkynni er fyrsta flokks og algjörlega til fyrirmyndar. Ekki var maturinn síðri hvort sem það var krásum hlaðið hlaðborðið eða morgunmaturinn þar sem brauðið var heimabakað og afurðir úr héraði í öndvegi.
Útsýnið og umhverfið er síðan punkturinn yfir i´ið, það verður enginn svikinn af dvöl á Hótel Laka svo ég ljúki nú þessari miklu auglýsingu fyrir hótelið ;-)
Árshátíðin var vel lukkuð eins og ávallt en Kjörís hefur nú í nokkur ár tekið helgi undir árshátíðina og hefur það mælst afar vel fyrir. Takk fyrir samveruna...
Nýi fréttavefurinn hér á Suðurlandi sunnlendingur.is er að slá í gegn og greinilegt að Kristján Kristjáns sem heldur síðunni úti er að gera góða hluti. En auðvitað þarf að senda honum eins og öðrum fréttamönnum ábendingar um það sem er að gerast svo hægt sé að hafa puttann á púlsinum.
Ég, Elfa og Guðmundur heimsóttum jarðskjálftamiðstöðina á Selfossi í dag. Skoðuðum aðstöðuna sem er hin glæsilegasta en síðan var farið yfir helstu niðurstöður varðandi áraun á byggingar vegna jarðskjálftans í maí. Ótrúlegur munur er á áhrifunum jafnvel milli hverfa í Hveragerði. Í afar stuttu máli virðist hverasvæðið í miðbænum virka eins og dempari og því gætir áhrifa skjálftans minna þar í kring en annars staðar í bænum. Þetta er þveröfugt við það sem ég hefði haldið. Væntanlega verða niðurstöðurnar birtar þegar rannsóknum er að fullu lokið.
Náði í sund með góðum hópi kvenna sem er ómissandi tvisvar í viku og síðan var meirihlutafundur venju samkvæmt í kvöld. Dágóður tími fór í að ræða niðurstöðu prófkjörsins og starfið sem framundan er. Það gæti sett dempara á starfsgleðina að Árnessýsla á engan fulltrúa ofarlega á lista...
Annars var farið austur að Kirkjubæjarklaustri um helgina þar sem Kjörís hélt árshátíð sína. Áfangastaðurinn var Hótel Laki í Landbroti sem er rekið af miklum myndarskap af fjölskyldunni í Efri Vík. Þarna hefur risið hótel sem sóma myndi sér vel í hvaða stórborg sem er, herbergi og salarkynni er fyrsta flokks og algjörlega til fyrirmyndar. Ekki var maturinn síðri hvort sem það var krásum hlaðið hlaðborðið eða morgunmaturinn þar sem brauðið var heimabakað og afurðir úr héraði í öndvegi.
Útsýnið og umhverfið er síðan punkturinn yfir i´ið, það verður enginn svikinn af dvöl á Hótel Laka svo ég ljúki nú þessari miklu auglýsingu fyrir hótelið ;-)
Árshátíðin var vel lukkuð eins og ávallt en Kjörís hefur nú í nokkur ár tekið helgi undir árshátíðina og hefur það mælst afar vel fyrir. Takk fyrir samveruna...
Comments:
Skrifa ummæli