17. febrúar 2009
Óuppgerð mál Viðlagatryggingar, Strætó, kostnaður vegna jarðskjálftans, fundarboð bæjarráðs, gatnagerð sumarsins, biðlistar leikskólans, málefni grunnskólans, endurbætt heimasíða, stækkun kirkjugarðsins, mjúkhýsið, golfarar, fréttir á heimasíðu eru dæmi um þau mál sem duttu inná borð í dag.
----------------------
Síðdegis var svokallaður gegnumgangur Arkitektafélags Íslands vegna miðbæjarsamkeppninnar. Öllum sem tóku þátt í samkeppninni var boðið en þarna fóru fulltrúar félagsins í dómnefnd yfir forsendur að baki vali dómnefndar og tækifæri gafst til að spurja út í einstök atriði. Tæplega 30 manns mættu á staðinn og var þetta bæði fróðlegt og skemmtilegt.
-----------------------
Í kvöld var fundur lista, stjórnar og nefndarmanna okkar Sjálfstæðismanna. Þar var farið yfir fjárhagsáætlun ársins 2009, áætlaðar fjárfestingar, nefndastörfin og ekki síst fyrirhugað prófkjör og kosningarnar framundan. Ef ég væri ekki varaformaður kjördæmisráðs myndi ég hafa á þeim umræðum miklar skoðanir en tel það ekki rétt í bili.
----------------------
Síðdegis var svokallaður gegnumgangur Arkitektafélags Íslands vegna miðbæjarsamkeppninnar. Öllum sem tóku þátt í samkeppninni var boðið en þarna fóru fulltrúar félagsins í dómnefnd yfir forsendur að baki vali dómnefndar og tækifæri gafst til að spurja út í einstök atriði. Tæplega 30 manns mættu á staðinn og var þetta bæði fróðlegt og skemmtilegt.
-----------------------
Í kvöld var fundur lista, stjórnar og nefndarmanna okkar Sjálfstæðismanna. Þar var farið yfir fjárhagsáætlun ársins 2009, áætlaðar fjárfestingar, nefndastörfin og ekki síst fyrirhugað prófkjör og kosningarnar framundan. Ef ég væri ekki varaformaður kjördæmisráðs myndi ég hafa á þeim umræðum miklar skoðanir en tel það ekki rétt í bili.
Comments:
Skrifa ummæli