23. febrúar 2009
Mánudagur ...
Mér finnst alltaf athyglisvert að fylgjast með því hvaða viðhorf fólk hefur til lífsins. Hvort valið er að horfa á alla hluti með neikvæðu gleraugunum eða hvort reynt er að sjá björtu hliðarnar á umhverfi og samfélagi. Mín reynsla er sú að yfirleitt er alltaf betra að reyna að finna það jákvæða í hverri atburðarás eða aðstæðum. Reyna að sjá það jákvæða í hverjum einstaklingi og í hverjum þeim atburði sem maður lendir í. Það bæði léttir lundina og ekki síður hefur mér fundist að jákvætt viðhorf kallar fram jákvæða atburðarás.
Ekki veitir nú af þessa dagana...
Mér flaug þetta í hug þegar ég las blogg færslu á síðu Lalla og Evu í Danmörku og leyfi ég mér því að birta hana hér:
Enn um val... :)
*tvær ljósaperur sprungu í gær
*ég náði ekki að læra fyrir tímann í dag
*við gátum ekki borgað alla leiguna í þessum mánuði
*það er ógeðslega kalt úti
*SISU tapaði í gær og kemst ekki í úrslitakeppni
*ég er búin að þyngjast um 5 kíló síðan við fluttum
EÐA
*það er ótrúlega rómó að hafa bara kertaljós inn á baði
*tíminn í dag um creativity & innovation var súper skemmtilegur
*við leigjum hjá æðislegri stelpu sem er alltaf til í að gefa okkur séns
*það er svo næs þegar það snjóar, allt verður miklu bjartara úti
*nú komumst við pottþétt heim til Íslands um páskana - gengur betur næst
*uuu... hjóla meira??
Hvort veljið þið??
--------------------------
Mér finnst alltaf athyglisvert að fylgjast með því hvaða viðhorf fólk hefur til lífsins. Hvort valið er að horfa á alla hluti með neikvæðu gleraugunum eða hvort reynt er að sjá björtu hliðarnar á umhverfi og samfélagi. Mín reynsla er sú að yfirleitt er alltaf betra að reyna að finna það jákvæða í hverri atburðarás eða aðstæðum. Reyna að sjá það jákvæða í hverjum einstaklingi og í hverjum þeim atburði sem maður lendir í. Það bæði léttir lundina og ekki síður hefur mér fundist að jákvætt viðhorf kallar fram jákvæða atburðarás.
Ekki veitir nú af þessa dagana...
Mér flaug þetta í hug þegar ég las blogg færslu á síðu Lalla og Evu í Danmörku og leyfi ég mér því að birta hana hér:
Enn um val... :)
*tvær ljósaperur sprungu í gær
*ég náði ekki að læra fyrir tímann í dag
*við gátum ekki borgað alla leiguna í þessum mánuði
*það er ógeðslega kalt úti
*SISU tapaði í gær og kemst ekki í úrslitakeppni
*ég er búin að þyngjast um 5 kíló síðan við fluttum
EÐA
*það er ótrúlega rómó að hafa bara kertaljós inn á baði
*tíminn í dag um creativity & innovation var súper skemmtilegur
*við leigjum hjá æðislegri stelpu sem er alltaf til í að gefa okkur séns
*það er svo næs þegar það snjóar, allt verður miklu bjartara úti
*nú komumst við pottþétt heim til Íslands um páskana - gengur betur næst
*uuu... hjóla meira??
Hvort veljið þið??
--------------------------
Comments:
Skrifa ummæli