27. janúar 2009
Vinstri stjórn að myndast
Í fréttum sjónvarpsins í kvöld var rætt um það hverjir væru hugsanlegir kandidatar í ráðherrastólana. Allt útlit er fyrir að Jóhanna Sigurðardóttir verði forsætisráðherra. Það var gaman að umfjölluninni um feril hennar í sjónvarpinu og ekki síst að sjá enn einu sinni þegar hún sagði hina frægu setningu: "minn tími mun koma"! Nú er hennar tími kominn í orðsins fyllstu merkingu. Þetta sýnir manni hvað þrautseigjan hefur mikið að segja jafnt í pólitík sem á öðrum sviðum lífsins. Jóhanna hefur setið á Alþingi í þrjátíu ár eða lengur en nokkur annar þingmaður. Reynsla hennar ætti því að reynast vel í hinu nýja embætti. Hún verður reyndar að temja sér örlítið önnur vinnubrögð en áður núna þegar hún tekur við stjórnartaumum. Góðmennskan ein og sér fleytir manni ekki langt í þessum stól!
En burtséð frá flokkspólitík þá er nú stigið stór skref í jafnréttismálum bæði kvenna og samkynhneigðra og það er afar jákvætt. Einnig útá við en ég á von á því að skipun Jóhönnu í embætti eigi eftir að vekja athygli útfyrir landsteinana þó hún verði kannski ekki jafn afgerandi og ef að kvennastjórn hefði verið skipuð.
Varð bara að koma því að ;-)
---------------------------------
En fréttir af falli ríkisstjórnarinnar berast víða og Tim benti okkur á umfjöllun um málið á forsíðu aðal fréttavefjarins í Hong Kong. Ætli margir Íslendingar hafi komist á þessa forsíðu?
冰島總統同意政府總辭 = Forsætisráðherra Íslands skilar umboði ríkisstjórnar. Fyrstu tvö táknin þýða Ísland. Svona er nú gaman að hafa skiptinema...
Í fréttum sjónvarpsins í kvöld var rætt um það hverjir væru hugsanlegir kandidatar í ráðherrastólana. Allt útlit er fyrir að Jóhanna Sigurðardóttir verði forsætisráðherra. Það var gaman að umfjölluninni um feril hennar í sjónvarpinu og ekki síst að sjá enn einu sinni þegar hún sagði hina frægu setningu: "minn tími mun koma"! Nú er hennar tími kominn í orðsins fyllstu merkingu. Þetta sýnir manni hvað þrautseigjan hefur mikið að segja jafnt í pólitík sem á öðrum sviðum lífsins. Jóhanna hefur setið á Alþingi í þrjátíu ár eða lengur en nokkur annar þingmaður. Reynsla hennar ætti því að reynast vel í hinu nýja embætti. Hún verður reyndar að temja sér örlítið önnur vinnubrögð en áður núna þegar hún tekur við stjórnartaumum. Góðmennskan ein og sér fleytir manni ekki langt í þessum stól!
En burtséð frá flokkspólitík þá er nú stigið stór skref í jafnréttismálum bæði kvenna og samkynhneigðra og það er afar jákvætt. Einnig útá við en ég á von á því að skipun Jóhönnu í embætti eigi eftir að vekja athygli útfyrir landsteinana þó hún verði kannski ekki jafn afgerandi og ef að kvennastjórn hefði verið skipuð.
Varð bara að koma því að ;-)
---------------------------------
En fréttir af falli ríkisstjórnarinnar berast víða og Tim benti okkur á umfjöllun um málið á forsíðu aðal fréttavefjarins í Hong Kong. Ætli margir Íslendingar hafi komist á þessa forsíðu?
冰島總統同意政府總辭 = Forsætisráðherra Íslands skilar umboði ríkisstjórnar. Fyrstu tvö táknin þýða Ísland. Svona er nú gaman að hafa skiptinema...
Comments:
Skrifa ummæli