26. janúar 2009
Ríkisstjórnin fallin...
Það er nú reyndar að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um atburði dagsins en undan því verður ekki komist enda um fátt annað rætt í dag. Vinnustaðir hálflamaðir vegna spennunnar og allir símar rauðglóandi. Atburðir dagsins koma afur á móti ekki á óvart. Það var orðið augljóst að Samfylkingin hafði ekki lengur áhuga á að starfa í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og því fór sem fór. Tregða Sjálfstæðismanna til að gera nauðsynlegar breytingar og koma þannig til móts við fólkið í landinu og samstarfsflokkinn á stóran hlut í því ástandi sem hér ríkir nú. Hugmyndir um þjóðstjórn eru allra góðra gjalda verðar en hefðu þurft að koma fram miklu fyrr í þessu ferli til að vera trúverðugar. Vinstri stjórn er í kortunum og því jafn gott fyrir okkur Sjálfstæðismenn að við búum okkur undir starf í minnihluta.
En það er sama hverjir verða í ríkisstjórn þeirra bíður gríðarstórt og afar mikilvægt verkefni við að halda þjóðarskútunni á floti. Það eru margir boltar á lofti sem mikilvægt er að missa ekki í þessari stöðu. Ég vona svo innilega að vel takist til með framhaldið, fólkið og fyrirtækin þurfa á því að halda...
------------------------------
Guðrún systir heyrði í einhverjum snillingi á útvarpi Sögu sem kom með tillögu að nýrri ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem eingöngu væri skipuð konum sem ekki sitja á þingi.
Halla Tómasdóttir í Auði Capital væri forsætisráðherra, Kristín Pétursdóttir, fjármálaráðherra, Björk Guðmundsdóttir, umhverfisráðherra, og síðan taldi hann upp fullt af öðrum flottum konum sem taka myndu þá sæti fram að næstu kosningum. Með kraftmikilli konustjórn myndum við fá þá bestu auglýsingu á alþjóðavísu sem möguleg væri. Spáið í þá jákvæðu umfjöllun sem svona stjórnarmunstur fengi! !
Þetta þætti afar fréttnæmt og til marks um það að Íslendingar væru að taka raunverulega til í sínum málum. Eftir því sem ég hugsa þetta meira verð ég heillaðri af hugmyndinni um "kvennastjórn".
Það er nú reyndar að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um atburði dagsins en undan því verður ekki komist enda um fátt annað rætt í dag. Vinnustaðir hálflamaðir vegna spennunnar og allir símar rauðglóandi. Atburðir dagsins koma afur á móti ekki á óvart. Það var orðið augljóst að Samfylkingin hafði ekki lengur áhuga á að starfa í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og því fór sem fór. Tregða Sjálfstæðismanna til að gera nauðsynlegar breytingar og koma þannig til móts við fólkið í landinu og samstarfsflokkinn á stóran hlut í því ástandi sem hér ríkir nú. Hugmyndir um þjóðstjórn eru allra góðra gjalda verðar en hefðu þurft að koma fram miklu fyrr í þessu ferli til að vera trúverðugar. Vinstri stjórn er í kortunum og því jafn gott fyrir okkur Sjálfstæðismenn að við búum okkur undir starf í minnihluta.
En það er sama hverjir verða í ríkisstjórn þeirra bíður gríðarstórt og afar mikilvægt verkefni við að halda þjóðarskútunni á floti. Það eru margir boltar á lofti sem mikilvægt er að missa ekki í þessari stöðu. Ég vona svo innilega að vel takist til með framhaldið, fólkið og fyrirtækin þurfa á því að halda...
------------------------------
Guðrún systir heyrði í einhverjum snillingi á útvarpi Sögu sem kom með tillögu að nýrri ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem eingöngu væri skipuð konum sem ekki sitja á þingi.
Halla Tómasdóttir í Auði Capital væri forsætisráðherra, Kristín Pétursdóttir, fjármálaráðherra, Björk Guðmundsdóttir, umhverfisráðherra, og síðan taldi hann upp fullt af öðrum flottum konum sem taka myndu þá sæti fram að næstu kosningum. Með kraftmikilli konustjórn myndum við fá þá bestu auglýsingu á alþjóðavísu sem möguleg væri. Spáið í þá jákvæðu umfjöllun sem svona stjórnarmunstur fengi! !
Þetta þætti afar fréttnæmt og til marks um það að Íslendingar væru að taka raunverulega til í sínum málum. Eftir því sem ég hugsa þetta meira verð ég heillaðri af hugmyndinni um "kvennastjórn".
Comments:
Skrifa ummæli