29. janúar 2009
Fór í dag á sjónvarpsstöðina ÍNN þar sem viðtal við mig og Ólaf Áka um Bitruvirkjun var tekið upp í þætti Óla á Hrauni. Það var gaman að sjá innviði þessarar sjónvarpsstöðvar sem er svo gjörólík hinum tveimur. Yfirbyggingin ekki mikil og þáttastjórnendur í sjálfboðavinnu.
Þátturinn var síðan sýndur í kvöld. Ég vona að ég hafi komið sjónarmiðum Hvergerðinga vel á framfæri en við getum seint sætt okkur við virkjun á þessum stað undir þeim formerkjum sem hún er kynnt.
Heimsótti Listasafnið í dag en þar hafa allar tillögur í samkeppni um miðbæjarskipulag verið hengdar upp. Kemur mjög vel út. Í dag var verið að ganga frá skartgripasýningunni sem opnuð verður á sama tíma. Hún er afskaplega falleg og gripirnir glöddu svo sannarlega augað.
Fundur í stjórn Hollvinasamtaka HNLFÍ síðdegis. Ákváðum aðalfund og fyrirkomulag hans og ræddum síðan ýmsa möguleika á frekara starfi samtakanna. Í farvatninu er að útbúa lítinn æfinga golfvöll við stofnunina sem bæði gæti orðið dvalargestum sem og íbúum í ÍAV húsunum til ánægju.
--------------------------
Miðað við umfjöllun fjölmiðla undanfarið gæti maður haldið að fólksflótti til útlanda væri gríðarlegur. Hér í Hveragerði er staðreyndin aftur á móti sú að í dag eru íbúa 2315 og hefur fækkað um 1 síðan 1. desember 2008. Það er mun minni fækkun heldur en fólk almennt heldur. Þetta er vonandi vísbending um að fólksfjölgun í Hveragerði muni halda áfram þó það verði kannski ekki með sama hraða og undanfarin ár.
---------------------------
Fór út að ganga með Guðrúnu systur í blíðunni í kvöld en bærinn hefur verið ótrúlega fallegur í dag eftir snjókomu gærdagsins. Hitti ótrúlega mikið af fólki á röltinu og greinilegt að mikil vakning er varðandi útivist og hreyfingu í bæjarfélaginu. Allavega tveir gönguklúbbar kvenna eru í gangi og einn hópur af körlum sem hleypur tvisvar í viku. Síðan er mikið um að fólk gangi sér til heilsubótar hér í kring svo það er ávið heimsókn í félagsmiðstöð að fara út að ganga :-)
Þátturinn var síðan sýndur í kvöld. Ég vona að ég hafi komið sjónarmiðum Hvergerðinga vel á framfæri en við getum seint sætt okkur við virkjun á þessum stað undir þeim formerkjum sem hún er kynnt.
Heimsótti Listasafnið í dag en þar hafa allar tillögur í samkeppni um miðbæjarskipulag verið hengdar upp. Kemur mjög vel út. Í dag var verið að ganga frá skartgripasýningunni sem opnuð verður á sama tíma. Hún er afskaplega falleg og gripirnir glöddu svo sannarlega augað.
Fundur í stjórn Hollvinasamtaka HNLFÍ síðdegis. Ákváðum aðalfund og fyrirkomulag hans og ræddum síðan ýmsa möguleika á frekara starfi samtakanna. Í farvatninu er að útbúa lítinn æfinga golfvöll við stofnunina sem bæði gæti orðið dvalargestum sem og íbúum í ÍAV húsunum til ánægju.
--------------------------
Miðað við umfjöllun fjölmiðla undanfarið gæti maður haldið að fólksflótti til útlanda væri gríðarlegur. Hér í Hveragerði er staðreyndin aftur á móti sú að í dag eru íbúa 2315 og hefur fækkað um 1 síðan 1. desember 2008. Það er mun minni fækkun heldur en fólk almennt heldur. Þetta er vonandi vísbending um að fólksfjölgun í Hveragerði muni halda áfram þó það verði kannski ekki með sama hraða og undanfarin ár.
---------------------------
Fór út að ganga með Guðrúnu systur í blíðunni í kvöld en bærinn hefur verið ótrúlega fallegur í dag eftir snjókomu gærdagsins. Hitti ótrúlega mikið af fólki á röltinu og greinilegt að mikil vakning er varðandi útivist og hreyfingu í bæjarfélaginu. Allavega tveir gönguklúbbar kvenna eru í gangi og einn hópur af körlum sem hleypur tvisvar í viku. Síðan er mikið um að fólk gangi sér til heilsubótar hér í kring svo það er ávið heimsókn í félagsmiðstöð að fara út að ganga :-)
Comments:
Skrifa ummæli