17. nóvember 2008
Árnesingum fækkar á þingi
Afsögn Guðna Ágústsonar kom sem þruma úr heiðskýru lofti í dag. Þar með hafa Árnesingar misst tvo þingmenn á viku. Það eitt og sér er afrek! Þó ég segi að afsögn Guðna hafi komið á óvart þá held ég reyndar að auðvelt sé að setja sig í hans spor. Hver vill svo sem stýra þessu óláns fleyi sem Framsóknarflokkurinn er? Aðalbandamaður Guðna, Bjarni Harðar, sagði af sér vegna tölvupósts sem aldrei hefði átt að fara og flokkurinn á beinu brautinni beint inní Evrópusambandið sem hvorugur þeirra vill hafa nokkuð með að gera. Hver höndin er uppi á móti annarri, vegið er að flokksmönnum úr öllum áttum en óveðrið geisar þó eingöngu meðal flokksmanna. Flokksstarfið hlýtur að vera einstaklega gefandi eða hitt þó heldur þegar slík eining ríkir milli manna. Nei, ég efast ekki um að Guðni er alsæll nú þegar hann hefur losað sig við þennan kross sem formennska í Framsóknarflokknum virðist óneitanlega vera. Eða eins og Bjarni Harðar orðar svo snyrtilega - "Leyfa þeim sem eyðilagt hafa flokksstarfið allt þetta kjörtímabil að spreyta sig. Kannski rís flokkurinn í höndum þessa fólks þegar við framsóknarmennirnir erum farnir."
Af smáaurum ...
Var að reyna að telja núllin á skuldum Íslendinga en gafst eiginlega upp áðan. Upphæðirnar eru orðnar slíkar að flestir venjulegir Íslendingar eru löngu búnir að missa allt skynbragð á þessar tölur. Í því ljósi þykir mér rétt að ítreka það að tvöföldun Suðurlandsvegar alla leið frá Reykjavík til Selfoss kostar ekki nema örfáa milljarða og því ætti nú að vera hægur vandi að skutla þeirri smáframkvæmd á koppinn enda kostnaðurinn ekki meiri en svo að hann jafnast á við nammipeninginn hans Alberts á laugardögum, svona í hinu stóra samhengi...
Afsögn Guðna Ágústsonar kom sem þruma úr heiðskýru lofti í dag. Þar með hafa Árnesingar misst tvo þingmenn á viku. Það eitt og sér er afrek! Þó ég segi að afsögn Guðna hafi komið á óvart þá held ég reyndar að auðvelt sé að setja sig í hans spor. Hver vill svo sem stýra þessu óláns fleyi sem Framsóknarflokkurinn er? Aðalbandamaður Guðna, Bjarni Harðar, sagði af sér vegna tölvupósts sem aldrei hefði átt að fara og flokkurinn á beinu brautinni beint inní Evrópusambandið sem hvorugur þeirra vill hafa nokkuð með að gera. Hver höndin er uppi á móti annarri, vegið er að flokksmönnum úr öllum áttum en óveðrið geisar þó eingöngu meðal flokksmanna. Flokksstarfið hlýtur að vera einstaklega gefandi eða hitt þó heldur þegar slík eining ríkir milli manna. Nei, ég efast ekki um að Guðni er alsæll nú þegar hann hefur losað sig við þennan kross sem formennska í Framsóknarflokknum virðist óneitanlega vera. Eða eins og Bjarni Harðar orðar svo snyrtilega - "Leyfa þeim sem eyðilagt hafa flokksstarfið allt þetta kjörtímabil að spreyta sig. Kannski rís flokkurinn í höndum þessa fólks þegar við framsóknarmennirnir erum farnir."
Af smáaurum ...
Var að reyna að telja núllin á skuldum Íslendinga en gafst eiginlega upp áðan. Upphæðirnar eru orðnar slíkar að flestir venjulegir Íslendingar eru löngu búnir að missa allt skynbragð á þessar tölur. Í því ljósi þykir mér rétt að ítreka það að tvöföldun Suðurlandsvegar alla leið frá Reykjavík til Selfoss kostar ekki nema örfáa milljarða og því ætti nú að vera hægur vandi að skutla þeirri smáframkvæmd á koppinn enda kostnaðurinn ekki meiri en svo að hann jafnast á við nammipeninginn hans Alberts á laugardögum, svona í hinu stóra samhengi...
Comments:
Skrifa ummæli