5. október 2008
Viðburðarrík helgi að baki...
...þar sem allt snérist um ástand efnahagsmála. Árni Johnsen mætti á fyrsta opna hús Sjálfstæðisfélagsins í vetur og það gerðu einnig hátt í 30 gestir sem greinilega voru orðnir langeygir eftir hittingi! Miklar umræður og líflegar og greinilegt að hver hefur sína skoðun á máli málanna. Stefnt er að öðrum gesti á þarnæsta opna hús sem einnig mun fjalla um efnahagsmálin.
Annars held ég að þjóðin hafi beðið með andakt eftir Silfri Egils í dag enda óvanalega mikið um að vera í samfélaginu. Það var gaman að heyra afstöðu Þorvalds Gylfasonar sem pakkaði í huggulegan búning þeim skoðunum sem til dæmis voru mjög ofarlega í huga gesta í opna húsinu á laugardag. Síðan fannst mér stórkostlegt að heyra í forsvarsmönnum matvöruverslana hvetja þjóðina til að kaupa íslenskar vörur. Það var aldeilis tími til kominn verð ég að segja að fólk áttaði sig á mikilvægi þess að þjóðin sé þokkalega sjálfbær með matvæli. Það er aumt þjóðríki sem reiðir sig á matvælaframleiðslu annarra þjóða og því vona ég að hið mjög svo umdeilda matvæla frumvarp verði ekki lagt fram aftur á Alþingi. Við verðum að standa vörð um framleiðslu nauðsynjavara eins og matvæla, það held ég að við séum að uppgötva núna þegar við sjáum að það þarf gjaldeyri til að versla útlendu ostana, kjúklingabringurnar og pizzurnar. Gjaldeyri sem ekki er jafn sjálfgefinn og við hingað til höfum haldið. Spurning hvað Jónas Kristjáns. segir núna ?
------------------------
Á laugardeginum fórum við Svava á tónleika með hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík, þar lék Chrissie Telma Guðmundsdóttir einleik með sveitinni. Stóð sig frábærlega. Irena nágranni okkar lék með hljómsveitinni svo það var margfalt tilefni til að mæta á tónleikana. Það er gaman að sjá hversu efnilega unglinga við eigum hér Hvergerðingar.
Ný sýning var opnuð í Listasafninu í dag sunnudag. Picasso á Íslandi heitir hún en sýningarstjóri er Helgi Þorgils Friðjónsson. Á sýningunni má sjá listaverk íslenskra listamanna sem orðið hafa fyrir áhrifum af Picasso. Mjög skemmtileg sýning enda mörg þekktustu verka þjóðarinnar komin hingað austur fyrir fjall. Sem auka bónus er hið fræga listaverk "Jacqueline" Picassos núna komin austur fyrir fjall og er það örugglega í fyrsta skipti sem Picasso ratar útfyrir höfuðborgina...
Flokkurinn hans Alberts í körfubolta keppti hér í Hveragerði um helgina og sá ég tvo leiki hjá ungu mönnunum. Þetta eru flottir strákar sem greinilega þrífast vel undir styrkri stjórn Odds Benedikssonar.
Það er alltaf stórskemmtilegt að lesa pistla dótturinnar á Hvanneyri og þar er núverandi pistill engin undantekning!!
...þar sem allt snérist um ástand efnahagsmála. Árni Johnsen mætti á fyrsta opna hús Sjálfstæðisfélagsins í vetur og það gerðu einnig hátt í 30 gestir sem greinilega voru orðnir langeygir eftir hittingi! Miklar umræður og líflegar og greinilegt að hver hefur sína skoðun á máli málanna. Stefnt er að öðrum gesti á þarnæsta opna hús sem einnig mun fjalla um efnahagsmálin.
Annars held ég að þjóðin hafi beðið með andakt eftir Silfri Egils í dag enda óvanalega mikið um að vera í samfélaginu. Það var gaman að heyra afstöðu Þorvalds Gylfasonar sem pakkaði í huggulegan búning þeim skoðunum sem til dæmis voru mjög ofarlega í huga gesta í opna húsinu á laugardag. Síðan fannst mér stórkostlegt að heyra í forsvarsmönnum matvöruverslana hvetja þjóðina til að kaupa íslenskar vörur. Það var aldeilis tími til kominn verð ég að segja að fólk áttaði sig á mikilvægi þess að þjóðin sé þokkalega sjálfbær með matvæli. Það er aumt þjóðríki sem reiðir sig á matvælaframleiðslu annarra þjóða og því vona ég að hið mjög svo umdeilda matvæla frumvarp verði ekki lagt fram aftur á Alþingi. Við verðum að standa vörð um framleiðslu nauðsynjavara eins og matvæla, það held ég að við séum að uppgötva núna þegar við sjáum að það þarf gjaldeyri til að versla útlendu ostana, kjúklingabringurnar og pizzurnar. Gjaldeyri sem ekki er jafn sjálfgefinn og við hingað til höfum haldið. Spurning hvað Jónas Kristjáns. segir núna ?
------------------------
Á laugardeginum fórum við Svava á tónleika með hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík, þar lék Chrissie Telma Guðmundsdóttir einleik með sveitinni. Stóð sig frábærlega. Irena nágranni okkar lék með hljómsveitinni svo það var margfalt tilefni til að mæta á tónleikana. Það er gaman að sjá hversu efnilega unglinga við eigum hér Hvergerðingar.
Ný sýning var opnuð í Listasafninu í dag sunnudag. Picasso á Íslandi heitir hún en sýningarstjóri er Helgi Þorgils Friðjónsson. Á sýningunni má sjá listaverk íslenskra listamanna sem orðið hafa fyrir áhrifum af Picasso. Mjög skemmtileg sýning enda mörg þekktustu verka þjóðarinnar komin hingað austur fyrir fjall. Sem auka bónus er hið fræga listaverk "Jacqueline" Picassos núna komin austur fyrir fjall og er það örugglega í fyrsta skipti sem Picasso ratar útfyrir höfuðborgina...
Flokkurinn hans Alberts í körfubolta keppti hér í Hveragerði um helgina og sá ég tvo leiki hjá ungu mönnunum. Þetta eru flottir strákar sem greinilega þrífast vel undir styrkri stjórn Odds Benedikssonar.
Það er alltaf stórskemmtilegt að lesa pistla dótturinnar á Hvanneyri og þar er núverandi pistill engin undantekning!!
Comments:
Skrifa ummæli