15. september 2008
Góður mánudagur ...
Afar langur dagur að baki en einhvern veginn vilja mánudagarnir teygjast ansi í annan endann. Meirihlutafundir eru ávallt á mánudagskvöldum en þar er nauðsynlegt að fara vel yfir þau ýmsu mál sem eru í farvatninu. Í kvöld fengum við góðan gest á fundinn en Árni Mathiessen, fjármálaráðherra, heimsótti okkur og fórum við yfir nokkur mál sem snerta Hveragerðisbæ. Það er nauðsynlegt að gott samband sé á milli þingmanna og sveitarstjórnarmanna Sjálfstæðisflokksins og erum við því ánægð með að Árni skuli hafa gefið sér tíma til að heimsækja okkur, en engum dylst að á honum mæðir mjög þessa dagana. Það er ekki auðvelt að halda utan um fjármál ríkisins þegar árar eins og nú gerir og þarf sterk bein til. Við finnum það einnig hér í okkar sveitarfélagi að ástand fjármálamarkaðarins hefur áhrif. Húsbyggjendur halda að sér höndum en þó er jákvætt að heyra að hús eru að seljast hér í Hveragerði enda á ég von á því að það muni halda áfram því enn er þónokkur munur á verði húsa hér eða á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta Hveragerðisbæjar og umhverfið allt er líka með þeim hætti að það er fýsilegur kostur að minnka skuldabyrði og flytja í ódýrara húsnæði hér fyrir austan fjall. Stórbættar almenningssamgöngur og tvöfaldur Suðurlandsvegur munu síðan enn bæta búsetuskilyrði í Hveragerði.
Átti góðan fund með meirihluta skólanefndar í morgun þar sem við fórum yfir ýmislegt sem lítur að skólastarfinu og í framhaldinu ræddum við að nauðsynlegt væri að listi og nefndarmenn Sjálfstæðisflokksins hér í Hveragerði tækju upp aftur mánaðarlega fundi fyrir bæjarstjórnarfund þar sem farið væri yfir hina ýmsu málaflokka. Slíkt gerðum við á síðasta vetri og gafst afar vel. Verður sett á dagskrána ! !
Lárus Guðmundsson, slökkviliðs- og hjálparsveitarmaður, kom hér í dag og kenndi mér og Guðmundi Baldurssyni á Tetra stöðvakerfið. Það reyndist afar vel í skjálftanum í vor og sýndi þar í raun mikilvægi sitt þar sem GSM kerfið reyndist alls ekki nógu vel. Almannavarnanefnd Hveragerðisbæjar keypti nokkrar stöðvar í sumar sem vistaðar eru hjá Slökkviliðinu en nauðsynlegt er að kunna á búnaðinn þó vonandi þurfum við aldrei að nýta þá kunnáttu.
Þónokkur tími fer alltaf í að fara yfir tölvupósta og svara þeim, svara símtölum og taka á móti gestum en ég reyni að taka á móti öllum sem hafa samband og að svara tölvupóstum samdægurs. Stundum þarf aftur á móti að velta fyrir sér erindunum og þá getur svar borist eitthvað seinna en vonandi er ég ekki að gleyma neinum það er allavega aldrei ætlunin...
--------------------
Hitti mömmu örstutt yfir kvöldmatnum og hún sagði mér frá skemmtilegum upplýsingum sem fram komu hjá Björgu Einarsdóttur, kvenskörungi sem hér býr, á fundi eldri borgara í morgun. Hún sagði þar frá rannsókn sem nemandi í HÍ hafði gert á hlutfalli karla og kvenna sem fengið höfðu mynd af sér á frímerki. Það var eins og við var að búast að karlar höfðu komið fyrir 108 sinnum á frímerkjum landans en konur aðeins 14 sinnum. Hjá körlunum vógu þungt jólasveinarnir 13, Leppalúði og Jesú og lærisveinarnir, en sé Grýla dregin frá konuhópnum þá eru þær bara 13 ! ! !
Þetta er auðvitað óþolandi að vægi kvenna skuli jafnvel þarna vera svona klént ;-)
Afar langur dagur að baki en einhvern veginn vilja mánudagarnir teygjast ansi í annan endann. Meirihlutafundir eru ávallt á mánudagskvöldum en þar er nauðsynlegt að fara vel yfir þau ýmsu mál sem eru í farvatninu. Í kvöld fengum við góðan gest á fundinn en Árni Mathiessen, fjármálaráðherra, heimsótti okkur og fórum við yfir nokkur mál sem snerta Hveragerðisbæ. Það er nauðsynlegt að gott samband sé á milli þingmanna og sveitarstjórnarmanna Sjálfstæðisflokksins og erum við því ánægð með að Árni skuli hafa gefið sér tíma til að heimsækja okkur, en engum dylst að á honum mæðir mjög þessa dagana. Það er ekki auðvelt að halda utan um fjármál ríkisins þegar árar eins og nú gerir og þarf sterk bein til. Við finnum það einnig hér í okkar sveitarfélagi að ástand fjármálamarkaðarins hefur áhrif. Húsbyggjendur halda að sér höndum en þó er jákvætt að heyra að hús eru að seljast hér í Hveragerði enda á ég von á því að það muni halda áfram því enn er þónokkur munur á verði húsa hér eða á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta Hveragerðisbæjar og umhverfið allt er líka með þeim hætti að það er fýsilegur kostur að minnka skuldabyrði og flytja í ódýrara húsnæði hér fyrir austan fjall. Stórbættar almenningssamgöngur og tvöfaldur Suðurlandsvegur munu síðan enn bæta búsetuskilyrði í Hveragerði.
Átti góðan fund með meirihluta skólanefndar í morgun þar sem við fórum yfir ýmislegt sem lítur að skólastarfinu og í framhaldinu ræddum við að nauðsynlegt væri að listi og nefndarmenn Sjálfstæðisflokksins hér í Hveragerði tækju upp aftur mánaðarlega fundi fyrir bæjarstjórnarfund þar sem farið væri yfir hina ýmsu málaflokka. Slíkt gerðum við á síðasta vetri og gafst afar vel. Verður sett á dagskrána ! !
Lárus Guðmundsson, slökkviliðs- og hjálparsveitarmaður, kom hér í dag og kenndi mér og Guðmundi Baldurssyni á Tetra stöðvakerfið. Það reyndist afar vel í skjálftanum í vor og sýndi þar í raun mikilvægi sitt þar sem GSM kerfið reyndist alls ekki nógu vel. Almannavarnanefnd Hveragerðisbæjar keypti nokkrar stöðvar í sumar sem vistaðar eru hjá Slökkviliðinu en nauðsynlegt er að kunna á búnaðinn þó vonandi þurfum við aldrei að nýta þá kunnáttu.
Þónokkur tími fer alltaf í að fara yfir tölvupósta og svara þeim, svara símtölum og taka á móti gestum en ég reyni að taka á móti öllum sem hafa samband og að svara tölvupóstum samdægurs. Stundum þarf aftur á móti að velta fyrir sér erindunum og þá getur svar borist eitthvað seinna en vonandi er ég ekki að gleyma neinum það er allavega aldrei ætlunin...
--------------------
Hitti mömmu örstutt yfir kvöldmatnum og hún sagði mér frá skemmtilegum upplýsingum sem fram komu hjá Björgu Einarsdóttur, kvenskörungi sem hér býr, á fundi eldri borgara í morgun. Hún sagði þar frá rannsókn sem nemandi í HÍ hafði gert á hlutfalli karla og kvenna sem fengið höfðu mynd af sér á frímerki. Það var eins og við var að búast að karlar höfðu komið fyrir 108 sinnum á frímerkjum landans en konur aðeins 14 sinnum. Hjá körlunum vógu þungt jólasveinarnir 13, Leppalúði og Jesú og lærisveinarnir, en sé Grýla dregin frá konuhópnum þá eru þær bara 13 ! ! !
Þetta er auðvitað óþolandi að vægi kvenna skuli jafnvel þarna vera svona klént ;-)
Comments:
Skrifa ummæli