28. maí 2008
Af afmælum og færslu fríi...
Eigendur Gistiheimilisins Frumskóga fagna nú þeim merka áfanga að 25 ár eru liðin frá því að fyrsti viðskiptavinurinn mætti á staðinn. Í tilefni af því hafa þau hjón Morten og Kolbrún gefið út glæsilegan bækling um gistiheimilið en ekki síður um þá merku íbúa sem fyrr á árum bjuggu við þessa sömu götu, Skáldagötuna. Bæklingurinn er afar vandaður og í honum eru upplýsingar um skáldin, húsin, kveðskapinn og gistiheimilið.
Þetta er frábært framtak og til hreinnar fyrirmyndar hvernig staðið er að rekstri Gistiheimilisins við Frumskóga. Síðan er ekki nóg með að gefinn sé út þessi flotti bæklingur og honum dreift í öll hús heldur bjóða þau hjón öllum Hvergerðingum á þriggja daga golfnámskeið undir handleiðslu Ragnhildar Sigurðardóttur, Íslandsmeistara.
Virkilega skemmtilegt innleg í bæjarlífið enda heyrist mér að bæjarbúar kunni vel að meta þetta góða boð og skrái sig í stórum hópum á námskeiðið.
Innilega til hamingju með þessi tímamót og takk fyrir boðið og bæklinginn.
-------------------------
En nú er komið að fríi frá færslum á þessa síðu þar til um miðjan júní. Ég mun þó skrifa færslur á aðra síðu hér til hliðar á meðan, svo fremi auðvitað að ég komist í tölvu.
Fylgist því með kæru vinir ! ! !
Eigendur Gistiheimilisins Frumskóga fagna nú þeim merka áfanga að 25 ár eru liðin frá því að fyrsti viðskiptavinurinn mætti á staðinn. Í tilefni af því hafa þau hjón Morten og Kolbrún gefið út glæsilegan bækling um gistiheimilið en ekki síður um þá merku íbúa sem fyrr á árum bjuggu við þessa sömu götu, Skáldagötuna. Bæklingurinn er afar vandaður og í honum eru upplýsingar um skáldin, húsin, kveðskapinn og gistiheimilið.
Þetta er frábært framtak og til hreinnar fyrirmyndar hvernig staðið er að rekstri Gistiheimilisins við Frumskóga. Síðan er ekki nóg með að gefinn sé út þessi flotti bæklingur og honum dreift í öll hús heldur bjóða þau hjón öllum Hvergerðingum á þriggja daga golfnámskeið undir handleiðslu Ragnhildar Sigurðardóttur, Íslandsmeistara.
Virkilega skemmtilegt innleg í bæjarlífið enda heyrist mér að bæjarbúar kunni vel að meta þetta góða boð og skrái sig í stórum hópum á námskeiðið.
Innilega til hamingju með þessi tímamót og takk fyrir boðið og bæklinginn.
-------------------------
En nú er komið að fríi frá færslum á þessa síðu þar til um miðjan júní. Ég mun þó skrifa færslur á aðra síðu hér til hliðar á meðan, svo fremi auðvitað að ég komist í tölvu.
Fylgist því með kæru vinir ! ! !
Comments:
Skrifa ummæli