9. apríl 2008
Allt orkar tvímælis þá gert er ...
Átti í morgun tvo fundi með ungum konum, klárar og flottar, með góðar hugmyndir um það hvernig hægt væri að gera Hveragerði að enn betra bæjarfélagi. Ég var sérstaklega ánægð að heyra aðra þeirra tala um það að hún fyndi svo vel fyrir kraftinum og frumkvöðlahugsuninni hér í Hveragerði að íbúarnir væru svo áberandi öflugir og hugmyndaríkir. Þar er ég svo innilega sammála enda er virkilega gaman að sjá hvernig unga fólkið er að flytja hingað aftur drekkhlaðið dýrmætri reynslu og ekki síður með fullt af góðum hugmyndum sem gaman væri að hrinda í framkvæmd.
Átti nokkra aðra fundi í dag, undirbjó bæjarstjórnarfund sem verður á morgun og sinnti ýmsum öðrum málum í dag.
---------------------------
Síðdegis gerði ég úttekt á almenningssamgöngum milli Reykjavíkur og Hveragerðis en ég tók rútuna í bæinn í ómissandi hitting hjá MA vinkonunum. Adda var stödd í Reykjavík og því óþarfi að eyða dýrmætum bensíndropum í bæjarferðina úr því farið austur aftur var öruggt. Það er ótrúlega þægilegt að taka rútuna, ég hringdi nokkur símtöl og vann í samþykktum Hveragerðisbæjar á meðan að rútan kom mér á leiðarenda. Svona verður þetta vonandi á næsta ári ef okkur tekst vel til með samninga um almenningssamgöngur hér á milli, allir í afslöppun í strætó í stað þess að stressast þetta á einkabílnum...
---------------------------
Fyrirsögn færslunnar í dag vísar í það að ég tók eftir því að Vestmannaeyingar hafa opnað heimasíðu og safna þar undirskriftum gegn Bakkafjöruhöfn. Ég ætla ekki hér að hafa skoðun á því hvort Bakkafjara sé góður kostur en ef ég man rétt þá voru það Vestmannaeyingar sjálfir sem hvað harðast börðust fyrir ferjusiglingum á Bakka. Nú eru framkvæmdir þar að hefjast og þá er rokið til og þessi lausn hentar skyndilega ekki stórum hluta Eyjamanna. Verð að játa að ég skil þetta ekki alveg ...
Átti í morgun tvo fundi með ungum konum, klárar og flottar, með góðar hugmyndir um það hvernig hægt væri að gera Hveragerði að enn betra bæjarfélagi. Ég var sérstaklega ánægð að heyra aðra þeirra tala um það að hún fyndi svo vel fyrir kraftinum og frumkvöðlahugsuninni hér í Hveragerði að íbúarnir væru svo áberandi öflugir og hugmyndaríkir. Þar er ég svo innilega sammála enda er virkilega gaman að sjá hvernig unga fólkið er að flytja hingað aftur drekkhlaðið dýrmætri reynslu og ekki síður með fullt af góðum hugmyndum sem gaman væri að hrinda í framkvæmd.
Átti nokkra aðra fundi í dag, undirbjó bæjarstjórnarfund sem verður á morgun og sinnti ýmsum öðrum málum í dag.
---------------------------
Síðdegis gerði ég úttekt á almenningssamgöngum milli Reykjavíkur og Hveragerðis en ég tók rútuna í bæinn í ómissandi hitting hjá MA vinkonunum. Adda var stödd í Reykjavík og því óþarfi að eyða dýrmætum bensíndropum í bæjarferðina úr því farið austur aftur var öruggt. Það er ótrúlega þægilegt að taka rútuna, ég hringdi nokkur símtöl og vann í samþykktum Hveragerðisbæjar á meðan að rútan kom mér á leiðarenda. Svona verður þetta vonandi á næsta ári ef okkur tekst vel til með samninga um almenningssamgöngur hér á milli, allir í afslöppun í strætó í stað þess að stressast þetta á einkabílnum...
---------------------------
Fyrirsögn færslunnar í dag vísar í það að ég tók eftir því að Vestmannaeyingar hafa opnað heimasíðu og safna þar undirskriftum gegn Bakkafjöruhöfn. Ég ætla ekki hér að hafa skoðun á því hvort Bakkafjara sé góður kostur en ef ég man rétt þá voru það Vestmannaeyingar sjálfir sem hvað harðast börðust fyrir ferjusiglingum á Bakka. Nú eru framkvæmdir þar að hefjast og þá er rokið til og þessi lausn hentar skyndilega ekki stórum hluta Eyjamanna. Verð að játa að ég skil þetta ekki alveg ...
Comments:
Skrifa ummæli