5. mars 2007
Ásgrímur Jónsson í Hveragerði
Þau eru ótrúleg verðin sem eru að fást núna fyrir verk gömlu íslensku meistaranna, Kjarval í áður óþekktum hæðum og nú síðast Ásgrímur Jónsson. Það er sérstaklega gaman að sjá að Ásgrímur er að seljast á metverði enda er hann að margra mati einn besti málari sem Ísland hefur alið. Listasafn Árnesinga sem staðsett er hér í Hveragerði á þónokkuð margar myndir eftir Ásgrím Jónsson sem gefnar voru safninu á sínum tíma af Bjarnveigu Bjarnadóttur og sonum hennar. Hér má sjá myndirnar eftir Ásgrím. Nýr forstöðumaður, Inga Jónsdóttir, hefur nýverið tekið til starfa við safnið en Birna Kristjánsdóttir hefur horfið til annarra starfa. Inga sem er Hvergerðingur að uppruna hefur undanfarin ár starfað á Höfn að menningarmálum við góðan orðstý þannig að við teljum okkur mjög heppna að hún skuli vera komin til starfa hér.
Þau eru ótrúleg verðin sem eru að fást núna fyrir verk gömlu íslensku meistaranna, Kjarval í áður óþekktum hæðum og nú síðast Ásgrímur Jónsson. Það er sérstaklega gaman að sjá að Ásgrímur er að seljast á metverði enda er hann að margra mati einn besti málari sem Ísland hefur alið. Listasafn Árnesinga sem staðsett er hér í Hveragerði á þónokkuð margar myndir eftir Ásgrím Jónsson sem gefnar voru safninu á sínum tíma af Bjarnveigu Bjarnadóttur og sonum hennar. Hér má sjá myndirnar eftir Ásgrím. Nýr forstöðumaður, Inga Jónsdóttir, hefur nýverið tekið til starfa við safnið en Birna Kristjánsdóttir hefur horfið til annarra starfa. Inga sem er Hvergerðingur að uppruna hefur undanfarin ár starfað á Höfn að menningarmálum við góðan orðstý þannig að við teljum okkur mjög heppna að hún skuli vera komin til starfa hér.
Comments:
Skrifa ummæli