9. desember 2006
Fjárhagsáætlun 2007
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fór fram á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn fimmtudag. Minnihlutinn lagði fram þónokkrar tillögur sem verða skoðaðar fyrir seinni umræðu sem verður á bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn í næstu viku. Gert er ráð fyrir að rekstur bæjarins verði í jafnvægi og skili hagnaði. Fjárfestingar eru nokkuð miklar eða rétt rúmar 261 milljón. Ber þar hæst viðbyggingu við leikskólann Óskaland, aðstöðuhús við Grýluvöllinn og innréttingu Hverakaups hússins fyrir verk- og myndmenntakennslu. Gatnagerð verður þónokkur en fyrirhugað er að klára Klettahlíðina ásamt því að fara í nýframkvæmdir við Smyrlaheiði, Gróðurmörk, Dalsbrún og Sunnumörk. 9 einbýlishúsalóðir verða þá til úthlutunar á næsta ári og 39 íbúðir í rað- og parhúsum. Annars hvet ég alla til að fylgjast með starfi bæjarstjórnar með því að lesa fundargerðir á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Þessi var óvanalega löng eða 12 blaðsíður. Bókanirnar gengu á milli meiri- og minnihluta og urðu sumar í lengra lagi.
Á föstudagsmorgni var fundur verkefnisstjórnar Sunnan3 haldinn á Selfossi. Verið er að reka endahnútinn á verkefnið á næstu mánuðum en það hefur verið athyglisvert að taka þátt í þessari vinnu þrátt fyrir að ég hafi komið inní hópinn mjög seint í ferlinu. Verkefnisstjórnin er líka vel skipuð og einstaklega samhent.
Forsvarsmenn Prókaría komu í heimsókn á föstudaginn og kynntu starfsemi síns fyrirtækis og þær áherslur sem lagðar verða í framtíðinni. Jakob Kristjánsson er einn af forsvarsmönnum Prókaría en hann hefur verið viðloðandi rannsóknarvinnu hér í Hveragerði í rúm 10 ár og er einn af stofnendum Háskólasetursins hér í bæ.
Síðdegis á föstudag fóru Sunnlendingar í bílalest til Reykjavíkur og að Alþingi til að afhenda Geir Haarde undirskriftalista með 25.000 nöfnum þeirra sem krefjast tvöföldunar Suðurlandsvegar. Var okkur vel tekið og var ekki annað að heyra á ráðamönnum en að tvöföldun vegarins væri í augsýn. Mikill einhugur er meðal Sunnlendinga um mikilvægi tvöföldunar og sjaldan sem ég hef orðið vitni að jafn mikilli samstöðu í landsfjórðungnum eins og er raunin nú þegar við berjumst fyrir þessum nauðsynlegu samgöngubótum. Á myndinni, sem er fengin að láni á mbl.is, má sjá þá sem þetta ritar, Ólaf Áka bæjarstjóra í Ölfusi, Hannes Kristmundsson, eldhuga og baráttumann um tvöföldun, Guðna Ágústson, ráðherra og Drífu Hjartardóttur þingkonu.
Um kvöldið buðum við heim góðum gestum svo það var mikið fjör frameftir kvöldi á Heiðmörkinni.
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fór fram á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn fimmtudag. Minnihlutinn lagði fram þónokkrar tillögur sem verða skoðaðar fyrir seinni umræðu sem verður á bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn í næstu viku. Gert er ráð fyrir að rekstur bæjarins verði í jafnvægi og skili hagnaði. Fjárfestingar eru nokkuð miklar eða rétt rúmar 261 milljón. Ber þar hæst viðbyggingu við leikskólann Óskaland, aðstöðuhús við Grýluvöllinn og innréttingu Hverakaups hússins fyrir verk- og myndmenntakennslu. Gatnagerð verður þónokkur en fyrirhugað er að klára Klettahlíðina ásamt því að fara í nýframkvæmdir við Smyrlaheiði, Gróðurmörk, Dalsbrún og Sunnumörk. 9 einbýlishúsalóðir verða þá til úthlutunar á næsta ári og 39 íbúðir í rað- og parhúsum. Annars hvet ég alla til að fylgjast með starfi bæjarstjórnar með því að lesa fundargerðir á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Þessi var óvanalega löng eða 12 blaðsíður. Bókanirnar gengu á milli meiri- og minnihluta og urðu sumar í lengra lagi.
Á föstudagsmorgni var fundur verkefnisstjórnar Sunnan3 haldinn á Selfossi. Verið er að reka endahnútinn á verkefnið á næstu mánuðum en það hefur verið athyglisvert að taka þátt í þessari vinnu þrátt fyrir að ég hafi komið inní hópinn mjög seint í ferlinu. Verkefnisstjórnin er líka vel skipuð og einstaklega samhent.
Forsvarsmenn Prókaría komu í heimsókn á föstudaginn og kynntu starfsemi síns fyrirtækis og þær áherslur sem lagðar verða í framtíðinni. Jakob Kristjánsson er einn af forsvarsmönnum Prókaría en hann hefur verið viðloðandi rannsóknarvinnu hér í Hveragerði í rúm 10 ár og er einn af stofnendum Háskólasetursins hér í bæ.
Síðdegis á föstudag fóru Sunnlendingar í bílalest til Reykjavíkur og að Alþingi til að afhenda Geir Haarde undirskriftalista með 25.000 nöfnum þeirra sem krefjast tvöföldunar Suðurlandsvegar. Var okkur vel tekið og var ekki annað að heyra á ráðamönnum en að tvöföldun vegarins væri í augsýn. Mikill einhugur er meðal Sunnlendinga um mikilvægi tvöföldunar og sjaldan sem ég hef orðið vitni að jafn mikilli samstöðu í landsfjórðungnum eins og er raunin nú þegar við berjumst fyrir þessum nauðsynlegu samgöngubótum. Á myndinni, sem er fengin að láni á mbl.is, má sjá þá sem þetta ritar, Ólaf Áka bæjarstjóra í Ölfusi, Hannes Kristmundsson, eldhuga og baráttumann um tvöföldun, Guðna Ágústson, ráðherra og Drífu Hjartardóttur þingkonu.
Um kvöldið buðum við heim góðum gestum svo það var mikið fjör frameftir kvöldi á Heiðmörkinni.
Comments:
Skrifa ummæli