6. október 2006
Jákvæð staða Hveragerðis
Í Fréttablaðinu hafa undanfarið birst greinar um byggðaþróun í landinu.
Það er ánægjulegt að sjá að Hveragerði skorar hátt við athugun blaðsins.
Íbúafjölgun í Hveragerði er sú mesta á Suðurlandi síðasta aldarfjórðunginn eða 67% sem er langt umfram landsmeðaltal. Íbúafjöldi pr.km2 er sá mesti á Suðurlandi eða 184 íbúar (Vestmannaeyjar þar undanskildar). Fermetra verð fasteigna á Suðurlandi er hæst hér í Hveragerði og kaupsamningar árið 2005 eru flestir hér í bæ.
Verkefni til að takast á við eru þau að meðaltekjur Hvergerðinga eru undir meðaltali og meðalaldur íbúa í hærri kantinum. Útsvarstekjur Hvergerðinga eru samt að aukast og sjáum við það best nú við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
Í Fréttablaðinu hafa undanfarið birst greinar um byggðaþróun í landinu.
Það er ánægjulegt að sjá að Hveragerði skorar hátt við athugun blaðsins.
Íbúafjölgun í Hveragerði er sú mesta á Suðurlandi síðasta aldarfjórðunginn eða 67% sem er langt umfram landsmeðaltal. Íbúafjöldi pr.km2 er sá mesti á Suðurlandi eða 184 íbúar (Vestmannaeyjar þar undanskildar). Fermetra verð fasteigna á Suðurlandi er hæst hér í Hveragerði og kaupsamningar árið 2005 eru flestir hér í bæ.
Verkefni til að takast á við eru þau að meðaltekjur Hvergerðinga eru undir meðaltali og meðalaldur íbúa í hærri kantinum. Útsvarstekjur Hvergerðinga eru samt að aukast og sjáum við það best nú við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
Comments:
Skrifa ummæli